Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 16
14
Sigríður Þorgeirsdóttir
HUGUR
hann ekki einungis um uppeldi Emils, heldur líka um uppeldi Soffíu,
lagskonu Emils. Roussau var semsé umhugað um að kynin tvö
fengju uppeldi í samræmi við eðlisbundna kyneiginleika sína. Soffíu
farnaðist hins vegar ekki vel, henni gekk illa að samþætta hið tælandi
og hið dygðuga kveneðli sitt, en það er önnur saga."
Það má heyra óm af kenningum Roussaus um uppeldi karla og
kvenna í uppeldisritum séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, eins
og áður sagði. Annað ritið er fyrir karla og ber heitið Atli, eður ráða-
gjörðir yngismanns um búnað sinn.'2 Hitt er fyrir konur og heitir
Arnbjörg og undirtitillinn er œruprýdd dáindiskvinna á vestfjörðum
Islands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í húss-stjórn,
barna uppeldi og allri innanbœjar búsýsluP
Hið tvíbenta eðli konunnar, að vera dygðum prýdd og um leið tæl-
andi, sem Rousseau gerir að umtalsefni, birtist í hófstilltari útgáfu í
lýsingu Björns Halldórssonar, en þar segir:
Þær dygðir, sem konur mest prýða, eru skírlífi, trygð og guðrækni.
Vanti hana einhverja þessa, er hún ekki góð kona. Þá eru enn aðrar
dygðir þamærst, sem konum gjöra svo stórann sóma, sem mestu af-
reksverk karlmönnum; Þessar kvenndygðir eru: gott og skynsamlegt
barna uppeldi, umsorgun fyrir heimilisfólkinu og kjærleiki til bænda
þeirra.
í næstu málsgrein stendur Síðan skrifað: „Konurnar eru skapaðar til að
mýkja geðsmuni karlmanna. ... Hún gjörir þetta, svo at beggja þeirra
hjónaskyldur rækist því betur“ (Arnbjörg, bls. 16).
Eins og sjá má af þessum forskriftum eru uppeldishugmyndir
Rousseaus sniðnar að þörfum hins íslenska bændasamfélags í riti
Björns í Sauðlauksdal. Birni var meira í mun að ala upp dygðuga bú-
stýru og góðan bónda, en frjálsan og náttúrulegan einstakling eins og
Rousseau hafði að leiðarljósi við uppeldi Emils. Frelsishugsjón upp-
11 Sjá Susan Moller Okin, Women in Western Political Thouglit, III. kafla, einkum
„The Fate of Rousseau's Heroines," bls. 99-196.
1 t
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Atli, eður ráðagjörðir yngismanns um búnað
sinn. Helst um jarðar- og kvikfjárrœkt, atferð og ágóda með andsvari gamals
bónda: Samanskrifað fyrir fáatœkis frumbýlinga, einkanlega þá sem reisa bú á
eyðijörðum, Anno 1777, Hrappsey, 1780.
1 3 *
Sami, Arnbjörg: œruprýdd dáindiskvinn á Vestfjörðwn Islands, afinálar skikkun og
háttsemi góðrar húsmóður í húss-stjórn, barna uppeldi og allri innanbœjar búsýslu,
Reykjavík: ísafold, 1973.