Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 116
Björgvin G. Sigurðsson
HUGUR
114
hugsýn gefur okkur það að undirbúningurinn undir annað líf felst í
auknum þroska og bættu líferni í mannheimum.
í þriðja lagi leiðir vissan um dauðann, og að hafa hann til hlið-
sjónar við þetta líf, til þess að við njótum lífsins betur og lifum af
meira alefli en ella. Umhugsunin um annað ltf er eitt af ævintýrum
þessa lífs og auk þess besta vegaljósið til að greina á milli sannra og
falskra gæða lífsins. Dauðinn er ekkert annað en síðasti áfangi
dauðans, þar sem við erum að deyja allt okkar líf. „Dauðinn minnir
okkur á að lifa, lifa af alefli, vaxa, starfa, njóta,“ segir Sigurður.
Fjórða undirstöðuatriði hugleiðinganna er að andstæðan á milli;
mundu að þú átt að deyja annarsvegar og gleymdu ekki að lifa
hinsvegar, sé einber misskilningur. Þann misskilning megi rekja til
tveggja róta, og nú hefur Sigurður gagnrýni sína á kirkjustofnanir sem
ollu miklum deilum, fávíslegra hugmynda um undirbúninginn undir
annað líf og kreddur þröngsýnna trúboða sem eru svo djarfir að eigna
þær guði sínum. Hinsvegar villur þeirra sem telja sig vera að njóta
líðandi stundar og höndla gæfu hennar en hafa ekki vit á því í hverju
sönn hamingja felst.
Plœgt og sáð
Að halda fýsnum sýnum og frumhvötum í skefjum, það er vandi og
vegsemd þess að vera manneskja, að mati Sigurðar. Að ástunda
heilbrigt líferni, bæði til hugsunar og handa, en forðast meinlæti og
föstur og alla afneitun eðlilegra líkamsþarfa, enda elur sú lífsstefna af
sér hræsni og samviskukvalir. Sigurður segir engan vafa leika á því
að borgaraleg menning hafi lyft manninum skör hærra en dýrum
merkunnar. í slfku þjóðfélagi er hver borgari verndaður fyrir ágangi
annarra og menn fara að siðum sem sé sátt um. „I vel siðuðu þjóð-
félagi á að vera séð fyrir því að, enginn sé beittur ofbeldi og rangs-
leitni fyrir að vera minni máttar, allir hafi nóg fyrir sig að leggja og
enginn þurfi að kvíða komandi degi vegna skorts á brýnustu nauð-
synjum,“ segir Sigurður. Hinvegar geti menn lifað samkvæmt reglun-
um en verið illmenni og hræsnarar í hjarta sínu og hin borgaralega
menning geti raskað verðmætamati mannsins.
Andlegur og siðferðilegur þroski skal ekki miðaður við gagn eða
laun. Viðleitnin á að vera hrein og heggur Sigurður þarna í sama kné-
runn og Aristóteles í siðfræði sinni. Að temja og rækta hugsun sína