Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 146
144
Eyjólfur Kjalar Emilsson
HUGUR
En einnig í þessu vali er heimurinn löggengur, veruleika, sem í raun-
inni er allar stundir, vindur fram. Sá er aðeins munurinn, að í þessu
vali og hinum löggenga veruleika þess erum vér sjálf, vitandi vits,
hinn löggengi veruleiki þess stendur ekki andspænis oss, heldur er
hann eitt með vilja vorum. Enginn annarlegur, utanaðkomandi veru-
leiki getur aftrað frá því, sem vér kjósum, hinn ókomni veruleiki
birtist oss í kostinum, er vér veljum, og í þeirri veru samsamast hann
vilja vorum í kostinum. Sjálfur kosturinn verður ekki skilinn frá
þeim veruleika, sem er allar stundir. Ef vér viljum orða þetta með
hinu skilorðsbundna hugtakakerfi voru, getum vér sagt: Veruleikinn,
sem er á valdi vilja vors, er, af því vér kjósum hann, annars væri
hann ekki, og vér kjósum hann, af því hann er, annars kysum vér
hann ekki. (Lögmál og frelsi, bls. 135)
Ég hef nú farið yfir helstu þættina í máli Brynjólfs um frelsið. Þar
sem þetta er nú efni þar sem afskaplega auðvelt er að tapa áttum, er
kannski ekki úr vegi að draga meginatriðin saman:
Mannlegt frelsi er staðreynd
Ef það er staðreynd, verðum við að eiga kosta völ.
Löggengi heimsins er staðreynd: við hverjar aðstæður getur aðeins
eitt gerst.
Brigðgengi heimsins, ef það væri raunin, myndi ekki skýra hvernig
frelsi er hugsanlegt; þvert á móti, brigðgengi myndi gera ákvarðanir
okkar að tilviljunum, og frjáls ákvörðun getur ekki verið tilviljun.
Það að við eigum kosta völ, merkir að ef við viljum x, verði x, ef við
viljum y, verði y, þar sem x og y eru ólíkar athafnir/atburðir sem eru
mögulegir í aðstæðunum.
En sé bent á að það, að við viljum til dæmis x, ræðst af orsökum sem
við ráðum engu um, er því til að svara að við sem hugsandi athafna-
verur erum eitt og hið sama og þessar orsakir. Hið efnislega ferli sem
leiðir til albafnar okkar og virðist ekkert rúm veita fyrir frelsi vilj-
ans er eitt og hið sama og það sem við upplifum innra sem frjálsa
ákvörðun.