Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 25
HUGUR 10.-11. ÁR, 1998-1999
s. 23-49
Geir Sigurðsson
Lífsþjáningin, leiðindin og listin:
Um heimspeki Giacomos Leopardi
„En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar
upp ljúkast “ Varla hafa þau upp lokist þegar draminn byrjar. Að
horfa án þess að skilja—það er paradís. Helvíti væri þá sá staður þar
sem við skiljum, þar sem við skiljum of mikið ...
E.M. Cioran (Um mein þess að hafa fœðst)
Einsog fremur yfirgengileg yfirskrift þessa erindis gefur til kynna ætla
ég að fjalla um óhamingju eða lífsþjáningu. eitthvað um leiðindi, og
dálítið um heimspeki listar eða fagurfræði, en grunntónninn og ef til
vill grunnviðfangsefnið er bölsýni á borð við þessa:
Hvað er lífið? Ferðalag sjúks krypplings sem burðast með níðþungt
farg á herðunum yfir brött fjöll og óblíð, ógreiðfær og torveld
svæði, í gegnum snjó, frost, regn, vind og brennandi geisla sólar, í
marga daga án þess að hvflast dag eða nótt, einungis til þess að
komast að tiltekinni gjá eða díki sem hann óhjákvæmilega hrapar
ofan í.* 1
Þetta var klausa tekin úr minnisbókum Giacomos Leopardi. Enda þótt
Leopardi sé eins konar andhetja, einsog koma mun í Ijós, nýtur hann
þeirrar vafasömu virðingar að vera aðal söguhetja þessa erindis. Hann
er að mestu forhertur bölsýnismaður; þó ekki alveg svo forhertur að
hann leitist við að viðhalda bölsýni sinni til þess eins að fá fróun í
einberu kvarti og kveini yfir andstyggileika lífs og heims, einsog
* Þetta erindi, sem flutt var í Háskóla íslands þann 7. febrúar 1998 á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki, er spunnið úr öðrum meginþræði M.A. ritgerðar
minnar, The World as Myth and Mechanism—Giacomo Leopardi vs. Kant and the
Enlightenment.
1 Leopardi: Zibaldone di pensieri, 4163-4. Hér er þeirri hefð fylgt að vitna í blað-
síðutöl upphaflegs hahdrits, en þau eru tilgreind í öllum vandaðri útgáfum
Zibaldone.