Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 113
HUGUR
A milli himins og jarðar
111
að hann vilji verða marglyndur, hviklyndur, laus á kostunum, draum-
lyndur o.s.frv. Aftur á móti er einlyndið sjálft, samræmið í sálinni,
festan, samkvæmnin, markvissan, eitt af því, sem algengast er að
setja sér að marki. Allt það, sem í daglegu tali er nefnt karakter og á
íslensku má kalla skapstyrk, má í raun og veru telja til einlyndisins."
Kjarninn í þessum pælingum Sigurðar eru átökin í millum and-
stæðna. Hann leit svo á að allt væri baráttunni milli andstæðnanna
undirorpið og nægir að benda á hinar mikilfenglegu mannlýsingar sem
hann lét frá sér fara og túlkanir hans á Snorra Sturlusyni og Stephani
G. Stephenssyni því til stuðnings.
í meistaraverki sínu um Snorra Sturluson segir Sigurður um víga-
ferli og siðvit höfðingjans: „Ef skoða skal Snorra frá siðferðilegu
sjónarmiði, ber þess fyrst að gæta, að hugsunin um gott og illt, rétt
og rangt, hefur ekki verið rík í honum. Sú hugsun er þungamiðja
persónunnar hjá sumum stórmennum, og það sjónarmiðið því eðli-
legast, þegar á að dæma þá. En öld Snorra var mjög hlutlaus í þessum
efnum, og tjáir ekki að saka Snorra einan um það. Og auk þess var
hann sjálfur að upplagi svo marglyndur, að hann var lítt fallinn til
þess að bindast föstum meginreglum í hugsun og breytni.“
Deilur við Kvaran
Ritdeilur Sigurðar Nordals og Einars Kvaran hafa einnig að geyma
viðhorf Sigurðar til lífsins, hérmegin sem og þarmegin. Ritdeilurnar
stóðu yfir á árunum 1924 -27 og voru á köflum harðvítugar. Enda
deilt um grundvallaratriði í lífsskoðun manna. Um þær deilur kemst
Hannes Pétursson svo að orði í formála að Skiptum skoðunum: „Hin
mikla og fræga ritdeila þeirra Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans
hefur lengi verið í minnum höfð. Ber margt til þess. Hvorki fyrr né
síðar hefur verið deilt um bókmenntalegt efni hér á landi af jafn mik-
illi alvöru og íþrótt. Báðir deiluaðilar áttu yfir að ráða miklum gáfum,
víðtækri menntun, viðurkenndri ritsnilld og gæddu málflutning sinn
hóflegum þunga.
Deilan snerist um vandamál, sem öllum hugsandi mönnum kom
við, og hún hafnaði aldrei í ómerku, persónulegu þjarki. Og síðast en
ekki sízt: hér áttust við áhrifaríkasti bókmenntafræðingur landsins
annars vegar og dáðasti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar í þá daga og
einn helzti atkvæðamaður í andlegu lífi hennar hins vegar.“