Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 115
HUGUR
Á milli liimins og jarðar
113
Árið 1943 gaf Sigurður út fyrra bindi ritgerðarsafnsins Áfangar en
uppistaðan í því voru útvarpserindin „Líf og dauði,“ sex erindi um
lífið og tilveruna. Auk þess birtist fjöldinn allur af ræðum og hug-
leiðingum um hin ýmsu efni í Áföngum. Þar er að finna viðhorf hans
til fræðastarfa, hlutverks ríkisvalds og háskólans almennt. Á meðal
þeirra hugleiðinga er margt af því besta sem Sigurður setti frá sér. Má
þar nefna hina meistaralegu ritgerð „I upphafi var orðið“ sem fjallar
um mikilvægi hárra hugsjóna og metnaðarfullrar framtíðarsýnar og
„Tími og kálfskinn“ þar sem Sigurður varpar ljósi á þau afrek sem
felast í hinum ríka bókmenntaarfi sem hin litla þjóð í norðri hefur
alið af sér.
„Alltaf síðan ég fór að vita til mín, hefur það verið inér undrunar-
efni að vera til. Mér hefur alltaf fundist það dásamlegt ævintýri, að
þessi hnefafylli af mold og ösku skuli hafa vaknað til lífs, farið að
hugsa og finna til, hryggjast og gleðjast, vaxa og þroskast. Mig hefur
lengi langað til þess að láta mér verða sem mest úr þessu ævintýri,
hvort sem það yrði langt eða skammt ... En ég á við hitt að hvernig
sem lífsbaráttan hefði lánast, þó ég hefði orðið auðugur, voldugur eða
frægur, unnið einhver stórvirki og öll ytri kjör leikið mér í lyndi,
hefði mér samt fundist eitthvað skorta á, að tilgangi lífsins væri
náðl.“ Svo mælist Sigurði í fyrsta erindinu í Lífi og dauða um
ástæður þess að hugleiðingar hans eru fram settar. Hann heldur áfram
og bendir á að einhver eðlisnauðsyn knýji okkur til að leita svara við
hinni óræðu og margbrotnu tilveru okkar. Honum þykir eitt af frjó-
ustu íhugunarefnum mannsins að skoða dauðann frá sjónarmiði lífsins
og lífið frá sjónarmiði dauðans. Því er fyrsta spurningin: Er nokkuð
líf hinum megin? Því svarar Sigurður játandi og segist sannfærður um
að svo sé en vill ekki skýra nánar hvernig sú vissa sé fengin. Þá rekur
hann þau fjögur grundvallaratriði sem hann byggir hugleiðingar sínar
um líf og dauða á.
Vegna þekkingarskorts okkar er ekki hægt að sanna að ekki sé til
líf eftir dauðann, því er möguleikinn óneitanlega fyrir hendi. Það er
fyrsta atriðið. Annað skrefið er að ef annað líf er til þá getum við með
nokkuð öruggri vissu vitað hvernig við eigum að hátta undirbúningi
undir það. Þó að við vitum ekkert um handanheima þá sé hugsýnin
um þá til staðar og glæstari en sá heimur sem við búum í og bara sú