Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 54
52
Matthew Rye
HUGUR
áhrif þar á. í því efni má skoða eftirfarandi textabrot sem öll eru fagur-
lega samansett í formi spurningar og svars:
... [H]vers virði eru siðferðisgildi okkar í raun? Hver er árangur
þeirra? Hverjum þjóna þau? í tenglsum við hvað?-Svar: Fyrir lífið.
En hvað er lífiðl Hér þurfum við á nýrri og nákvæmari skilgreiningu
á hugtakinu „lífið“ að halda. Skilgreining mín er þessi: Lífið er vilj-
inn til valds.* 3
Hvað er gott? Allt það sem eykur tilfinninguna fyrir valdi, viljinn til
valds, valdið sjálft í manninum.4
Hver er hin eina mælistika gildis? Ekkert annað en efling og skipu-
lagning valdsins.5
Svo virðist sem meginandmæli Nietzsches gegn trú og trúarlífi byggi
frekar á mati en verufræði. Og þar sem takmark trúarinnar virðist fel-
ast í sáluhjálp og dulbúnum hefndarþorsta-en sem slík er trúin tæki
þeirra sem skortir vald-og þar sem Nietzsche leggur að jöfnu gildi og
vald, má einnig sjá hversu lítils trúin má sín frammi fyrir spurning-
unni um gildi. Því má ekki gleyma að trúin sjálf er birtingarmynd
valds. Engu að síður dregur trúin-þá sem einskonar „líf sem sverfur í
lífið“-úr því valdi og þeim styrk sem aðrir gætu tamið sér. Eins og
sjá má hér á eftir er trúin fordæmd og trúleysinu hampað á þeim
grunni.
Nietzsche lýsir eingyðistrú á þann veg að hún sé ofin úr tveimur
sálfræðilegum þáttum sem báða er hægt er að meta með því að
ákvarða valdaítökin sem þeir gera ráð fyrir í fylgjendum sínum. Hug-
takið „vald“ verður því skoðað, en líkt og Walter Kaufmann bendir á í
frægri bók sinni Nietzsche: heimspekingur, sálfrœðingur, andkristur,
birtast þessi lýsandi einkenni kristni í þránni eftir sáluhjálp og ótta
við herrastétt, sem og þránni eftir hefndum á hana.6 Við skulum því
5 Friedrich Nietzsche: Nachlassene Fragmente 2[ 190], KSA, 8. hluti, 1. bindi, s.
159.
4 Sami: Der Antichrist, Werke in Zwei Biinden, II. bindi, 4. útg., Carl Hanser
Verlag, Miinchen, 1978, s. 487.
5 Sami: Nachlassene Fragmente 1 [83], KSA, 8. hluti, 2, bindi, s. 281-282.
6 Sjá bók Walter Kaufmanns: Nietzsche: Philosopher, Psychologist, Anti-Christ,
Princeton University Press, Princeton. 1991, s. 344.