Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 167
HUGUR
Tilgangurinn, hégóminn og hjómið
165
an hátt þá er ekki annað að sjá en að það eitt sé út af fyrir sig prýði-
legur árangur í átt til sannara og eiginlegra lífs. Á þann hátt kann
dauðinn að þjóna þeim tilgangi að kenna mönnum að lifa eiginlegu
og réttlátu lífi, að leggja mat á gæði lífsins og greina rétt frá röngu.
Sören Kierkegaard kemst vel að orði er hann segir að dauðinn kenni
mönnum einlægni.24
Fjarstœða og lífsfullnœgja
Hvað er til ráða í tilgangslausum heimi þar sem ekkert er víst með
framhaldslíf og allt eins má reikna með að allt sé búið að jarðlífi
loknu? Þetta er hluti af heimsmynd existensíalismans. Án Guðs, án
þess að skeyta um hvort eitthvað taki við að þessu lífi loknu, er sér-
hver einstaklingur krafinn þess að gera eitthvað með sjálfan sig í
þessu lífi. Camus talar um fjarstæðukennt líf sem andstætt lífssýn
Brynjólfs er gjörsneytt öllum tilgangi.25Tveggja kosta er völ í fjar-
stæðukenndu lífi, annarsvegar að fallast á fjarstæðuna sem mundi
leiða til sjálfsmorðs eða hinsvegar, eins og Camus leggur til, að gera
uppreisn gegn fjarstæðunni og gefa lífinu tilgang og merkingu. En er
hægt að finna tilgang í tilgangslausu lífi? Brynjólfur hélt fram að svo
væri ekki og að ekki væri nægilegt að vísa til þeirra merkinga sem
hversdagslegar athafnir hefðu og gæfu lífinu gildi: „ ... ef heimurinn
hefur hvorki merkingu né tilgang, þá getum við ekki gefið honum
gildi. Frá mínu sjónarmiði væri það aðeins sjálfssefjun til þess að
geta haldið áfram að lifa.“26
Er lífinu í raun ekki lifað að mestu í því sem Brynjólfur kallar
„sjálfssefjun?" Er það „sjálfssefjun“ að gera eitthvað í lífinu sem vek-
ur áhuga, hvort sem það er að tefla, lesa heimspeki, leika knattspyrnu
eða hvað annað? Allt gefur þetta lífinu gildi, og er tilgangur lífsins
einhver annar en að lifa því og gera eitthvað sem gefur því gildi? Er
það ekki í raun á hverjum degi sem mannfólkið reynir að finna sér
eitthvað að gera sem gefur lífinu gildi og veitir því einhverja lífsfull-
24 Sören Kierkegaard: „The Decisiveness of Death (at the Side of a Grave)“ í
Thoughts on Crucial Situations in Human Life. Three Discourses on Imagined
Occasions. Augsburg Publishing House, 1941. Bls. 81.
- 5 Albert Camus:- Le Myth de Sisypli. Gallimard, 1942.
26 Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson og Páll Skúlason: Samrœður um
heimspeki. Svart á hvítu, Reykjavík 1987. Bls. 75.