Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 111
HUGUR
A milli himins og jarðar
109
Einlyndi og marglyndi
Sigurður varði námsárunum þremur við undirbúning fyrirlestranna í
Berlín, Kaupmannahöfn og síðast í Oxford. ... [0]g er það einlægur
vilji minn að þeir mættu verða sem samboðnastir tilgangi Hannesar
Árnasonar og Reykvíkingum til sem mestrar andlegrar hressingar og
þrifa,“ segir Sigurður í blaðafregn sem birtist í Vísi, Þjóðólfi og Lög-
réttu í október árið 1918. Sigurður hlaut afar góðar viðtökur á fyrir-
lestrunum og á bilinu 450-500 áheyrendur sóttu þá. Þeir voru fluttir
reglulega hvern mánudag fram í apríl 1919 að undanskildu tæplega
tveggja mánaða hléi í nóvember og desember vegna spönsku veikinnar
sem heltók Reykjavík um þær mundir.
Fyrirlestrarnir komu ekki út á prenti fyrr en árið 1986 að heimspek-
ingarnir Þorsteinn Gylfason og Gunnar Harðarson tóku þá saman og
gáfu út í ritröðinni Islensk heimspeki. Einlyndi og marglyndi er merk
heimild um viðhorf og heimspeki Sigurðar og undirstaða margs þess
sem hann reit síðar um lífsskoðanir, bókmenntir og menningu. En í
síðari ritum sínum um lífsskoðanir er hann orðinn kjarnyrtari og viss-
ari í sinni sök og þau því aðgengilegri og skýrari heimild um afstöðu
Sigurðar til lífsins.
Einlyndi og marglyndi er að mati Sigurðar fyrst og fremst tvær
andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns þar sem öllum er eðlilegt að
viða að sér nýju efni í sálarlífið og koma á það kerfun og skipulagi.
Annarsvegar þeytist fólk um lífið og verður á víxl fyrir margs konar
áhrifum eða beinir orku sinni í einn farveg, að einu marki, og ræður
sjálft leiknum, svo notað sé orðalag Sigurðar. Hann segir suma menn
hallast svo á aðra sveifina að vera einlyndir eða marglyndir, vegna
uppeldis eða eðlisfars, að nota megi orðin sem skapgerðarlýsingu.
Þegar menn þurfa að kjósa á milli ólíkra stefna í fari sínu líkt og auðs
eða samræmis, viðkvæmni eða framkvæmni, þá verða einlyndi og
marglyndi tvær sjálfráðar lífsstefnur sem skapa vegamót í lífi fólks og
þroska. „Það er aðeins til ein dauðasynd: tregðan, letin, dáðleysið,
þroskaleysið. Allar aðrar syndir er hægt að sjá sem ranghverfu ein-
hvers góðs, en tregðan á sér enga rétthverfu. Hún er dauðasynd í
fyllsta skilningi, því .hún gerir bandalag við dauðann. Tilveran stefnir
til sífellt meira og frjálsara lífs. Það er meira frelsi og orka í jurtinni
en moldinni, í dýrinu en jurtinni, í sálarlífi mannsins en líkamslífi