Hugur - 01.01.2000, Page 159
HUGUR
Tilgangurínn, hégóminn og lijómið
157
Endalok existensíalismans
Tilgangur lífsins hefur ekkert með Guð eða trúarbrögðin að gera að
mati Brynjólfs og það sem hann á sameiginlegt með existensíalistun-
um Albert Camus og Jean-Paul Sartre8 er Guðleysi.
Guð er ekki til. Brynjólfur mundi ekki halda því fram að Camus og
Sartre eigi í sálarháska vegna Guðleysis. Guðleysi er ekki sálarháski
nema síður sé.
Þrátt fyrir það hélt Brynjólfur því fram árið 1970 að hlutverki
existensíalismans væri lokið: „Hlutverki existensíalismans er nú vafa-
laust lokið. En hann er ein átakanlegasta sönnun þess sálarháska, sem
mannkynið er statt í, þeirrar Jakobsglímu sem það þreytir og varðar
líf þess.“9
Hver er þessi sálarháski sem mannkynið er statt í og á að birtast í
existensíalismanum?10Sálarháski existensíalismans felst meðal annars
í getuleysi hans til að leysa úr persónulegum vanda fólks sem á í erf-
iðleikum með lífsskoðanir sínar. Allir menn hafa einhverja lífsskoðun
og þegar Brynjólfur ræðir lífsskoðanir, er vísað til skoðana um
félagsmál, samfélags- og þjóðfélagsmál, siðgæðishugmynda og trúar-
skoðana svo eitthvað sé nefnt. Lífsskoðunin er síðan byggð á ein-
hverri heimsskoðun sem er þá trúarleg, heimspekileg eða vísindaleg.11
Brynjólfur heldur því fram að Sartre sjálfur sýni fram á vanmátt
existensíalismans í fyrirlestri sínum „Tilverustefnan er mannhyggja.“
Þar segir meðal annars frá er ungur nemandi Sartres kom til hans í
vanda til að spyrja ráða. Svar Sartres er á þá leið að mati Brynjólfs að
það útilokar existensíalismann frá því að geta leyst úr persónulegum
8 Albert Camus vildi ekki kalla sig existensíalista, ekki frekar en Maurice Merleau-
Ponty, enda hefur existensíalismi oftast verið tengdur heimspeki Jean-Pauls
Sartre. Ég mun samt sem áður vísa til Camus sem existensíalista enda vísa ég til
existensíalismans sem ákveðins hugsunarháttar og viðhorfa í heimspeki en ekki
eingöngu sem heimspeki Sartres.
y Sama rit, bls. 162.
10 Brynjólfur skrifar þetta árið 1970. Ég hef velt því fyrir mér hvort sálarháski
manna í dag sé í einhverju frábrugðinn þeim sem var þá. Við þessu hef ég í raun
ekkert viðhlítandi svar en geri þó ráð fyrir að f grundvallaratriðum sé hann
sambærilegur og felist fyrst og fremst í skorti á tilgangi í lífinu og erfiðleikum með
mótun góðra lífsskoðana.
1 1 Brynjólfur Bjamason: Lögmál ogfrelsi, bls. 147.