Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 47
HUGUR
Lífsþjáningin, leiðindin og listin
45
uppgötvar að vandinn felst í tilvist hennar sjálfrar. En úr þversögninni
leysist þegar í ljós kemur að heimspekin hefur um leið orðið fyrir rót-
tækum breytingum, því hún hefur nú víkkað út svið sitt og tekst ekki
aðeins á við hina ytri náttúru, heldur líka við hina innri mannlegu
náttúru. Þessa nýju náttúruvæddu heimspeki kallar Leopardi „ofur-
heimspeki," eða á ítölsku, „ultrafilosofia."47 Fyrst skynsemin getur
ekki snúið við framþróun sinni og orðið að frumstæðri skynsemi á ný
verður hún að rjúfa eigin mörk og fara handan sjálfrar sín. I rannsókn-
um sínum á veruleika mannsins einblínir þessi tegund heimspeki ekki
á staðreyndir eða algild sannind, heldur á verðmæti sem stuðla að
hamingju mannsins. Þó svo að þessi verðmæti varpi skýru ljósi á
skaðsemi heimspekinnar fyrir manninn er óþarfi að velta fyrir sér
hvernig eigi að standa að útrýmingu hennar, því með breytingum sín-
um hefur hún þegar séð fyrir því sjálf. Heimspekin hverfur frá því
markmiði að skilja heiminn einsog hann er í sjálfum sér og leitast
fremur við að gera sér grein fyrir hagkvæmustu samskiptum manns
og heims á forsendum mannsins sjálfs.
Ég hef nú rætt breytingar, verðmæti og sannleika „ofurheimspek-
innar“ í nokkuð löngu og sérteknu máli, en ætla að víkja nokkrum
orðum að því í lokin hvaða inntak Leopardi vill gefa þeim.
í fyrsta lagi er hann að andmæla dýrkun andans yfir efninu. Hann
lítur svo á að sú tilhneiging heimspekinga frá og með Platóni til að
útrýma líkamlegum ástríðum verði eingöngu til þess að rífa sömu-
leiðis niður andann sjálfan. Astæðan er einkum sú að ofuráhersla á hið
andlega líf hefur í för með sér of mikið næmi manna, eiginlega „of-
næmi“ manna fyrir sjálfum sér og veruleikanum, sem aftur gerir að
verkum meiri tilfinningu fyrir eigin hneigð til að sækjast eftir ófáan-
legri nautn og þar með aukið ergelsi eða skapraunir og óhamingju.48
En Leopardi er einnig í mun að endurlífga mikilvægi ástríðna og
líkamlegra athafna. Með margþættum nýstárlegum líkamlegum at-
höfnum og kenndum er unnt að dreifa athygli hugans og fá hann til að
gleyma sér eitt andartak og með því að gefa sig fjölda takmarkaðra
líkamsnautna á vald, einsog hverjum og einum hentar, fær maður
47 Sama rit, 115; um „ofurheimspekina" fjallar Amerio í grein sinni,
„L’„ultrafilosofia“ di Giacomo Leopardi," einkum bls. 455 o.áfr.
Sjá einkum Leopardi; „Ðialogo di Tristano e di un arnico," Operette morali, bls.
326-7.
48