Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 139
HUGUR
Brynjólfur Bjarnason umfrelsi viljans
137
allt fram á síðusta æviár Brynjólfs, en hann var andlega hress alveg til
loka og líkamlega nema síðustu tvö árin eða svo. Ég þarf varla að
taka það fram að Brynjólfur reyndist mér hinn besti vinur. Hann var
blátt áfram, einlægur og vandaður í öllum samskiptum. Hann var
geislandi hlýr þegar vel lá honum, sem var nú sem betur fer oftast.
Þótt ekki væri honum rétt lýst sem neinum brandarakarli, átti hann til
að vera bráðfyndinn og segja skemmtilega frá. En það henti að hann
eins og hyrfi inn í sig og maður vissi ekki hvað hann var að hugsa.
Væri honum eitthvað ekki að skapi, fór ekki á milli mála að maður
stóð frammi fyrir manni með ákveðnar skoðanir og sterkan vilja. Nóg
um þetta.
Ein höfuðgáta heimspekinnar og jafnframt sú sem Brynjólfi var
ábyggilega hugstæðust er gátan um frelsi viljans. Hann kemur inn á
hana í öllum bókum sínum og ein þeirra, Lögmál og frelsi, snýst
beinlínis um hana. Brynjólfur hugsar fram lausn á þessum vanda.
Þessi lausn var eitt af því sem ég var aldrei viss um að ég skildi í
gamla daga, ekki heldur eftir að hafa rökrætt málið við höfundinn. Ég
ætla nú að freista þess að gera atlögu að þessari gátu enn einu sinni,
eða þó öllu heldur gera atlögu að máli Brynjólfs um hana. Á þessari
frelsisgátu allri eru með ólíkindum margar hliðar. Það er auðvitað
enginn vegur að gera þeim öllum skil í þessu spjalli. Stefnan sem ég
tek er sú að gera grein fyrir vandanum eins og ég held að hann hafi
horft við Brynjólfi, með áherslu á þær hliðar sem honum voru hug-
stæðastar. Aðrar hliðar málsins læt ég liggja á milli hluta. Því næst
reyni ég að gera grein fyrir því sem Brynjólfur leggur fram sem lausn
vandans, og að endingu rökræði ég nokkuð hversu vel þessi lausn
dugi að meginforsendum Brynjólfs gefnum.
Vandinn er í stuttu máli þessi: ef allir atburðir eru lögbundin afleið-
ing ástands og atburða sem á undan þeim fara, þannig að við hverjar
aðstæður getur aðeins eitt gerst, hvernig geta þá mannlegar athafnir,
sem vissulega eru að minnsta kosti að hluta til efnislegir atburðir,
verið frjálsar? Tal um frelsi hefur þá aðeins merkingu að um fleiri en
einn kost sé að ræða. Löggengi efnisheimsins virðist aðeins heimila
einn kost.
Þessi gáta eða tilbrigði við hana er alls ekki ný, og hefur heim-
spekingunum sýnst sitt hvað svo sem af þeim er við að búast. Þeim
sem telja, og það held ég að sé yfirgnæfandi meirihluti, að frelsi vilj-