Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 160
158
Jóhann Björnsson
HUGUR
vanda fólks. En Sartre svaraði nemanda sínum á eftirfarandi hátt: „Þú
ert frjáls, veldu, þ.e.a.s. finndu einhver úrræði.“12
Existensíalisminn hefur klárlega brugðist að mati Brynjólfs. Ann-
arsvegar býður hann mönnum í tilvistarvanda ekki upp á önnur svör
en að vísa til persónulegs frelsis, ábyrgðar og ákvarðanatöku eins og
fram kemur í samskiptum Sartres við nemanda sinn og hinsvegar
vegna staðhæfingarinnar um að lífið hafi í sjálfu sér engan tilgang
annan en þann sem sérhver einstaklingur gefur lífi sínu. Existensíal-
istarnir sem þessu fylgja mundu þá segja þeim sem eiga í vanda með
líf sitt að lífið hefði í sjálfu sér engan tilgang og sérh'ver einstaklingur
yrði að bera ábyrgð á því að finna lífi sínu einhvern tilgang. Hér er
enga lausn að finna að mati Brynjólfs. Að vera dæmdur til frelsis er
ekkert annað en „vonai-snauð viska“ sem „ ... virðist vera lítil huggun
í raun og varla til þess fallin að leysa nokkurn mannlegan vanda.“13
Þrátt fyrir að existensíalisminn feli í sér „vonarsnauða visku“ eins og
Brynjólfur kýs að komast að orði þá veltir hann því fyrir sér
hversvegna existensíalisminn hafi haft það aðdráttarafl sem hann í
raun og veru hefur haft. Hversvegna hefur heimspekistefna aðdráttarafl
sem ekki er fær um að leysa nokkurn mannlegan vanda eins og
Brynjólfur telur? Svar Brynjólfs er svohljóðandi:
Existensíalisminn hefur aðdráttarafl í fyrsta lagi af því, að hann end-
urspeglar vonleysi, efahyggju, umkomuleysi og siðferðilega upp-
lausn þess tómarúms, sem verður, þegar arfhelg lífsskoðun líður und-
ir lok án þess að önnur, er gefur lífinu tilgang, komi í staðinn. I öðru
lagi túlkar hann þá þrjósku og stoltu reisn mannsins, sem ákveður að
finna einhver úrræði til bjargar, þótt öll sund virðist lokuð, rödd
náttúrunnar, sem enn tekur um stýrisvölinn, þegar mest á ríðúr og
hinn vitandi og hugsandi maður skilur að er hans eigin rödd, enda
þótt hann kunni engin rök til að sanna gildi hennar. Hann velur og
leitar úrræða í stað þess að gefast upp, enda þótt hann kunni engin
skil á því, hversvegna hann gerir það. Hann tekur jákvæða afstöðu
þrátt fyrir allt, velur lífið en ekki dauðann og það fyllir hann sjálfs-
trausti mitt í öllu vonleysi hins óskiljanlega og fjandsamlega
heims.14
1 2 Jean-Paul Sartre: Tilverustefnan er mannhyggja, þýð. Páll Skúlason. Óútgefin
drög að þýðingu, 1981.
1 2 Lögmál ogfrelsi, bls. 161.
14 Sama rit, bls. 161.