Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 46
44
Geir Sigurðsson
HUGUR
[Maðurinn] þarf að öðlast þekkingu á því sem gagnast honum
sjálfum. Algild sannir.di [...] skeyta engu um afdrif hans. Hamingja
hans getur falist jafnt í sannri sem ósannri hugmynd og skoðun. Það
sem máli skiptirer að þessi skoðun hæfi að sönnnnáttúrumannsins.44
Vandamálið er auðvitað það að þessi vissa berst okkur of seint, einsog
þegar hefur komið fram. Við getum ekki hætt að hugsa og gleymt
þeim sannindum sem við þegar þekkjum. Uppástunga Leopardis er
því annars eðlis. Á einum stað segir hann eftirfarandi:
Skynsemin er aldrei eins áhrifarík og ástríðurnar. Hlustið á heim-
spekingana: Nauðsynlegt er að maðurinn láti stjórnast af skynsem-
inni jafnt sem, eða raunar meira en, ástríðunum, raunar að hann láti
stjórnast einungis af skynsemi og skyldu. Bull og vitleysa. Það má
vissulega spilla eðli manna og hluta, en ekki rétta það af [...] það
sem þarf er ekki það að slökkva á ástríðunum með skynseminni,
heldur að breyta skynseminni í ástríðu, að gera skylduna, dygðina,
hetjuskapinn o.s.frv. að ástríðum.45
Á vissan hátt felst lausn Leopardis út úr, ef svo má segja, frumspeki-
legum táradalnum í því að halda áfram þeirri köllun upplýsingarinnar
að leita sannleikans. Hann sættir sig við að skynsemin hefur náð
undirtökunum í samfélagi mannsins og að ekki sé unnt að sniðganga
sannleikann um lítilmótlegt hlutskipti mannsins í alheiminum, en
með því að náttúruvœða skynsemina, þ.e. með því að tengja hana
ímyndunaraflinu, er unnt að fá skynsemina til að breyta nokkuð
áherslum sínum og leiða hana úr sviði hins algilda yfir á sérstakan
leikvang mannsins þar sem hún getur uppgötvað það sem hæfir „að
sönnu náttúru mannsins.“ Þess vegna, segir hann,
er það með öllu nauðsynlegt að [heimspekingurinn] sé mikið og full-
komið skáld; ekki til þess að álykta einsog skáld, heldur til þess að
rannsaka með kaldri rökvísi sinni og útreikningum það sem aðeins
hið ástríðufyllsta skáld getur haft þekkingu á.46
Við fyrstu sýn virðumst við nú vera lent í alvarlegri þversögn. Því
það er einmitt þama sem heimspekin, sem er ætlað að leysa vandann,
44 Sama rit, 381. Þetta atriði fær skemmtilega umfjöllun hjá Polato: „Sul concetto di
immaginazione nello Zibaldone leopardiano," einkum bls. 741.
4 5 Leopardi: Zibaldone di pensieri, 293-4.
46 Sama rit, 1839.