Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 63
HUGUR
Tilraun um styrk
61
sem sjá má hjá Hegel.33 í þrá eftir að forðast allar menjar kristni, snýr
Nietzsche sér að Grikkjunum.
Líkt og Kallíkles virðist Nietzsche hafa Ieitt af þessu almenn lög-
mál: „Ég veitti því sem lifir eftirför, þræddi jafnt breiðustu götur sem
þrengstu stíga til að kynnast eðli þess ... Hvar sem lifandi verur urðu
á vegi mínum, þar fann ég viljann til valds ... “34 Nietzsche virðist
byggja tilgátuna um viljann til valds á staðreyndum sem finna má í
náttúru- og dýrafræði. Og í eftirfarandi textabroti má sjá hvernig um-
rædd niðurstaða byggir á rannsókn Nietzsches á sögu mannsins: „gjör-
völl mannkynssagan er einmitt tilraunakennd afsönnun á tilgátunni
um „siðferðilega reglu.““35 í kjölfar þessa kemst Nietzsche að þeirri
niðurstöðu að hið góða fyrirfinnist ekki í náttúrunni.36 Þar með leitast
hann við að draga fram í dagsljósið þau gildi sem rjúfa hefðbundið
siðferði, gildi sem eru persónugerð í siðlausum og/eða sterkum mann-
gerðum: „í stað „siðferðisgilda," hrein náttúrugildi. Náttúruvæðing
siðferðisins."37
Frá sjónarhóli Nietzsches-þaðan sem ótvírætt gildi felst í því að
fylgja náttúrunni sé hún skilin sem styrkur og vald-gengst maður í
vægðarleysi við þeirri skoðun að guðshugtakið ógni gildi mannlífsins
þar sem það rúmi ekki beitingu styrks. Þetta hugtak er fundið upp af
þeim veikbyggðu í von um skjótari endurlausn frá þessu lífi. Það er
einnig uppfinning þeirra sem reyna í senn að halda aftur af og fá útrás
fyrir hefnd gegn hinum sterka og heilbrigða aðli, þeim sem búa yfir
sjálfsprottinni tilfinningu varðandi eigið gildi. Walter Kaufmann segir
á einum stað: „Andmæli Nietzsches gegn kristnu siðferði, ekki síður
en andmæli hans gegn kristinni trú, má smækka niður í andstöðu
styrks og veikleika.“38 Og Nietzsche skrifar: „Nú er maðurinn nógu
sterkur til að blygðast sín fyrir trú á guð ... “39 Ef spurt er um gildi
frá sjónarhóli Nietzsches, er engin mælistika til önnur en styrkur eða
33 Sjá Philosophy of Mind, Oxford University Press, Oxford, 1985, bls. 11. (f þessu
ljósi er skilningur Nietzsches nær skilningi Marx.)
34 Friedrich Nietzsche: Svo mœlti Zaraþústra, s. 128-129.
35 Sami: Ecce Homo, 4. kafli, WZB, s. 477-478.
36 Sjá Nachlassene Fragmente 10[28], KSA, 8. hluti, 2. bindi, s. 147.
37 Sjá sama rit, 10[28], s. 136.
3 8 W. Kaufmann: Nietzsehe: Philosopher, Psychologist, Anti-Christ, s. 364.
39 Friedrich Nietzsche: Nachlassene Fragmente 10[21[, KSA, 8. hluti, 2. bindi, s.
133.