Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 132
130
Einar Ólafsson
HUGUR
baráttunni. Hann gekk skipulega til verks og að hans dómi var brýnast
að mynda baráttuflokk sem ekki væri bara róttækur í anda Olafs Friðr-
ikssonar, heldur skipulagður, agaður og stefnufastur, flokk sem gæti
orðið sú kjölfesta sem treysta mætti í ólgusjó stéttabaráttunnar og
byggði stefnu sína á marxismanum, liinni efnalegu söguskoðun.
Hann lýsti þessum flokki í grein í Rétti, „Skipulagsmál verka-
lýðsins,“ árið 1930. Þetta er lýðræðislegur flokkur með öflugu fram-
kvæmdavaldi og stofnun hans þýðir „að stjettvísasti hluti verkalýðs-
ins tekur höndum saman, í bjargföstum samtökum, til að sameina alla
alþýðu í stjettabaráttunni.“12
Þótt takmark Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins væri að
auðvaldinu yrði steypt og verkalýðurinn tæki völdin, þá varð baráttan
í raun umbótabarátta, því að byltingarástand skapaðist aldrei. Sem
þingmaður og forystumaður þessara flokka átti Brynjólfur drjúgan þátt
í vörn og sókn fyrir fjölmörg hagsmunamál alþýðu sem við búum að
í dag. „Við vorum og erum umbótasinnar,"13 sagði Brynjólfur, en alla
tíð lagði hann þó áherslu á að flokkurinn héldi byltingarsinnaðri
stefnu sinni um leið og hann ynni að samfylkingu allrar alþýðu til
sjávar og sveita. An flokksins yrði samfylkingin tækifærissinnuð og
bitlaus. Með samfylkingarstefnunni var ekki átt við að flokkurinn
yrði lagður niður og annar breiðari flokkur stofnaður, en þegar sérstak-
ar aðstæður urðu til þess árið 1938 var Brynjólfi mjög í mun að hinn
nýi flokkur, Sósíalistaflokkurinn, yrði marxískur byltingarflokkur.
Sem slíkur myndaði flokkurinn kosningabandalag með öðrum vinstri
mönnum, Alþýðubandalagið, árið 1956 en Brynjólfur snerist algerlega
gegn því að Alþýðubandalagið yrði gert að flokki árið 1968 og taldi
menn rugla saman samfylkingarsamtökum og flokki. Hann taldi sig
ekki eiga erindi til forystu í þeim flokki enda ekki eftir honum sóst.
Sósíalistaflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Alþýðuflokknum og
hluta Sjálfstæðisflokksins árið 1944. Á þriðja þingi flokksins 1942,
þegar fyrirsjáanlegt var að til stjórnarþátttöku gæti komið, flutti
Brynjólfur ræðu sem er prentuð í fyrsta bindi greinasafns hans undir
nafninu „Á hraðfleygri stund sögunnar."14 Þar gerði hann í stuttu máli
grein fyrir skilyrðunum fyrir stjórnarþátttöku verkalýðsflokks. Hann
12
13
14
Réttur, 15. árg. (1930), s. 342.
Brynjólfur Bjamason, pólitísk œvisaga, s. 113.
Með storminn ífangið I, s. 104.