Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 147
HUGUR
Brynjólfur Bjamason umfrelsi viljans
145
Hið efnislega og hið meðvitaða virðist tvennt ólíkt og ósamrýman-
legt vegna ófullkominna hugtakakerfa okkar.
Það sem gerist, gerist ekki nema við viljum það, og við viljum það
vegna þess að það er.
Hvað skal nú um allt þetta segja? Brynjólfur Bjarnason var að miklu
leyti sjálfmenntaður heimspekingur. Þó svo að margir samtímaheim-
spekingar hafi fengist við sömu gátur og hann og sumt af því hafi
Brynjólfur lesið, eru efnistök hans eigi að síður töluvert önnur en al-
mennt tíðkast meðal atvinnuheimspekinga á okkar dögum. Sumpart
stafar þetta af því að Brynjólfur sýnir tiltölulega lítinn áhuga hliðum
frelsisvandans sem margir samtímaheimspekingar eru mest uppteknir
af, greiningu á hinu hversdagslega hugtakakerfi um athafnalífið, hug-
tökum á borð við manngerð, ástæðu, ætlun, skoðun, löngun, vilja,
yfirvegun og innbyrðis tenglsum þeirra. Hann kemur að vísu inn á
þetta, en ljóst er að honum finnst ekki meginvandinn liggja í þessu,
og virðist ef til vill fyrir vikið afgreiða full skjótlega mikilvægar
hliðar málsins. Þetta er kannski veikasti hlekkurinn í öllu máli hans.
En hér alveg sömu sögu að segja um flesta klassíska heimspekinga
sem fengist hafa við þessa gátu, allt frá Agústínusi og Boethíusi fram
á okkar öld. Það er undantekning (Aristóteles er dæmi um slíka undan-
tekningu) að að þeir fjalli að neinu ráði um þessi atriði, þótt vitaskuld
megi finna athyglisverðar athugasemdir um þetta inn á milli. Að
þessu leyti og raunar ýmsu öðru er áþekkt að lesa Brynjólf og fyrri
tíðar menn.
Eins og ég gat um áðan má sjá ýmis höfuðeinkenni klassískrar
sáttarhyggju um löggengi og frelsi í máli Brynjólfs. Hér má búast við
sams konar andmælum og oft hafa verið fram sett gegn slíkri sáttar-
hyggju. Menn munu segja að sáttarhyggju Brynjólfs takist ekki frem-
ur en annarri sáttarhyggju af sama toga að gera grein fyrir því hvernig
við eigum í rauninni einhverra kosta völ. Ekki sé nóg að segja, að við
gætum gert annað en við gerum ef við viljum; við verðum líka að
geta viljað annað en það sem við viljum. Og sáttarhyggjumennirnir
telja sig eiga ýmis svör við þessu, sem hinir væntanlega fallast ekki
á, og svo framvegis. Ég ætla ekki að fara nánar út í þessa sálma. Þetta
er ekki atriði sem Brynjólfur sekkur sér djúpt í, og væri nær að leita