Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 13
HUGUR
Heimspekingar um eðli kvenna
11
una sem væri hún vanskapnaður sem kemur þó engu að síður upp við
náttúrulegar aðstæður."6 Þessi „vanskapnaður" er náttúrulegur vegna
þess að náttúran krefst hans til viðhalds mannkyns. Eina (skynsam-
lega) ástæðan fyrir tilvist konunnar er semsé að hún er „ill nauðsyn"
til viðhalds mannkyni. í viðhaldsferlinu hefur hún öllu ómerkari hlut-
verki að gegna. Karlinn er samkvæmt hinni aristótelísku líffræði hinn
virki aðili, en konan óvirk og tekur við því sem karlinn gefur frá sér.
Við getnað gefur karlinn frá sér formið, en konan leggur til efnið. í
forminu er ennfremur kjarni mannsins, sálin, sem efnið tekur við í
kvenlíkamanum. Konan, segir Aristóteles, er „ófrjór karl.“ Þessi eins-
kyns kenning er með öðrum orðum „skortskenning.“ Konuna skortir
eitthvað sem karlinn hefur, karlinn er heill, konan hálfgildingur.
Þetta er náttúruleg skipan hlutanna að mati Aristólesar og hún er
ekki einungis ráðandi í líffræði kynjanna, heldur endurtekur hún sig í
samfélagslegri hlutverkaskipan þeirra. Líffræðilegt og samfélagslegt
hlutverk kvenna er fyrst og fremst að ganga með og ala börn. Hinar
samfélagslegu skilgreiningar á konunni draga augljóslega dám af því
þar sem hlutverk kvenna er að hugsa um börn og bú. Allt hennar eðli
miðast við þetta hlutverk og einskorðar hana við það. Það er dygð eða
ágæti (gr. arete) hennar. Konan hefur ekki eðli sem nægir henni til að
taka á sig hlutverk utan heimilis. „Hógvær þögn er höfuðdjásn
konunnar," segir Aristóteles og það samræmist náttúrulegri skipan að
konan hlýði karli sínum.7 Konur eru settar skör ofar en þrælar, en eru
þó ekki frjálsir borgarar eins og karlar. Tilgangur karlsins er hins
vegar að vera þátttakandi á opinberum vettvangi þar sem hann getur
virkjað skynsemishluta sálarinnar. Þá fær eðli hans fyrst notið sfn til
fulls, því á opinberum vettvangi öðlast skynsemi hans athafnarými,
hvort sem það er í stjórnmálum eða í ástundun fræða og vísinda.
Konan er að mati Aristótelesar ekki fær um að virkja þennan æðsta
hluta sálarinnar með sama hætti og karlinn. Hún er m.ö.o. ekki
maður til jafns við karlinn.
Þar sem enginn forngrískur heimspekingur hefur haft jafn mikil á-
hrif á hina kristnu miðaldaheimspekinga, hefur kynjakenning Aristó-
telesar verið grundvöllur kenninga kaþólsku kirkjunnar um kynhlut-
verk. I kaþólskum kenningum miðalda er mikið var gert úr sál manns-
6
7
Aristóteles, De Generatione Animalium , IV. bók, 767b, sjá einnig 775a.
Aristóteles, Stjórnskipunin, I. bók, 1260a.