Hugur - 01.01.2000, Síða 13

Hugur - 01.01.2000, Síða 13
HUGUR Heimspekingar um eðli kvenna 11 una sem væri hún vanskapnaður sem kemur þó engu að síður upp við náttúrulegar aðstæður."6 Þessi „vanskapnaður" er náttúrulegur vegna þess að náttúran krefst hans til viðhalds mannkyns. Eina (skynsam- lega) ástæðan fyrir tilvist konunnar er semsé að hún er „ill nauðsyn" til viðhalds mannkyni. í viðhaldsferlinu hefur hún öllu ómerkari hlut- verki að gegna. Karlinn er samkvæmt hinni aristótelísku líffræði hinn virki aðili, en konan óvirk og tekur við því sem karlinn gefur frá sér. Við getnað gefur karlinn frá sér formið, en konan leggur til efnið. í forminu er ennfremur kjarni mannsins, sálin, sem efnið tekur við í kvenlíkamanum. Konan, segir Aristóteles, er „ófrjór karl.“ Þessi eins- kyns kenning er með öðrum orðum „skortskenning.“ Konuna skortir eitthvað sem karlinn hefur, karlinn er heill, konan hálfgildingur. Þetta er náttúruleg skipan hlutanna að mati Aristólesar og hún er ekki einungis ráðandi í líffræði kynjanna, heldur endurtekur hún sig í samfélagslegri hlutverkaskipan þeirra. Líffræðilegt og samfélagslegt hlutverk kvenna er fyrst og fremst að ganga með og ala börn. Hinar samfélagslegu skilgreiningar á konunni draga augljóslega dám af því þar sem hlutverk kvenna er að hugsa um börn og bú. Allt hennar eðli miðast við þetta hlutverk og einskorðar hana við það. Það er dygð eða ágæti (gr. arete) hennar. Konan hefur ekki eðli sem nægir henni til að taka á sig hlutverk utan heimilis. „Hógvær þögn er höfuðdjásn konunnar," segir Aristóteles og það samræmist náttúrulegri skipan að konan hlýði karli sínum.7 Konur eru settar skör ofar en þrælar, en eru þó ekki frjálsir borgarar eins og karlar. Tilgangur karlsins er hins vegar að vera þátttakandi á opinberum vettvangi þar sem hann getur virkjað skynsemishluta sálarinnar. Þá fær eðli hans fyrst notið sfn til fulls, því á opinberum vettvangi öðlast skynsemi hans athafnarými, hvort sem það er í stjórnmálum eða í ástundun fræða og vísinda. Konan er að mati Aristótelesar ekki fær um að virkja þennan æðsta hluta sálarinnar með sama hætti og karlinn. Hún er m.ö.o. ekki maður til jafns við karlinn. Þar sem enginn forngrískur heimspekingur hefur haft jafn mikil á- hrif á hina kristnu miðaldaheimspekinga, hefur kynjakenning Aristó- telesar verið grundvöllur kenninga kaþólsku kirkjunnar um kynhlut- verk. I kaþólskum kenningum miðalda er mikið var gert úr sál manns- 6 7 Aristóteles, De Generatione Animalium , IV. bók, 767b, sjá einnig 775a. Aristóteles, Stjórnskipunin, I. bók, 1260a.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.