Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 24
]8
BÚNAÐARRIT
kr. 34623.75. — í ár er augljóst að gjöldin fara all-
mikið fram úr áætlun, svo að tekjuafgangur veiður
lítill, og lítið upp á að hlaupa, ef enn verður dregið af
fjárbeiðnum fjelagsins til fjárveitingavaldsins. — Fyrir
1929 var beðið um 255 þús. krónur úr ríkissjóði, en
alþingi veitti 220 þús. kr., og fyrir 1930 hefir fjelags-
stjórnin beðið um 265 þús. krónur úr ríkissjóði. —
Þessi árlega hækkun á fjárbeiðnum fjelagsins er sprottin
af vaxandi þörfum, í sambandi við fjölbreyttari starf-
semi; en þar af leiðir m. a. dýrara skrifstofuhald og
aukin aðköll til fjelagsins úr ýmsum áttum. Má í þessu
sambandi nefna bókaútgáfu fjelagsins, leiðbeiningar um
klak og veiði og vatnarannsóknir, leiðbeiningar um raf-
veitur í sveitum, fjölgun eftirlits- og fóðurbirgðafjelaga,
kynbótabúa og kynbótafjelaga, verklegt jarðræktarnám,
fjölgun námsskeiða í garðyrkju og matreiðslu, grasfræ-
ræktarstöðina á Sámsstöðum o. fl., sem alt ber vott um
vaxandi áhuga og starfsemi á fjölbreyttum sviðum land-
búnaðarins, og sem Bún.fjel. íslands telur sjer skylt að
hlynna að, eftir ítrustu getu. Gæti það haft alvailegar
afleiðingar og mikið tjón í för með sjer, fyrir landbún-
aðinn í framtíðinni, ef fjelagið yrði nú að kippa að sjer
hendinni og kreppa hnefann utan um þann vísir, sem
nú er að vaxa á flestum greinum landbúnaðarins, og
með góðri aðbúð mun gefa margfaldan ávöxt, bænda-
stjettinni og þjóðfjelaginu i heild sinni. — Þegar minst
er á fjárþarfir og fjarkröfur fjelagsins má og minna á
þær kvaðir, sem löggjafarvaldið smátt og smátt leggur
á fjelagið, eða ætlast til að það taki á sig.
Framkvæmdastj órn,
Pegar ráðnir voru tveir búnaðarmálastjórar, var störf-
um skift með þeim í aðal-dráttum þannig, að annar
(S. S.) hefir á hendi eftirlit alt og leiðbeiningar í sam-
bandi við framkvæmd jarðræktarlaganna, umsjón með