Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 332
386
BÚNAÐARRIT
bóndanum og í gemlingum hins, á Hofsströnd, Breiðu-
vík, Hólshúsum, í sumu af fje Árna Jóns í Húsavík og
á Jökulsá. Siðastliðinn vetur var hún einnig í fje Sig-
urðar Jónssonar á Seljamýri í Loðmundarfirði og á
mörgum bæjum í Seyðisfjarðarhreppi. Yeturinn 1926—’27
var hún í fje Stefáns Baldvinssonar í Stakkahlið i Loð-
mundarfirði.
Nú í vetur hefir hún geysað sem farsótt um allan
Borgarfjörð og hefir því sem næst tínt upp öll heimili,
sem hún ekki tók siðastliðinn vetur. í Borgarfirði hefir
hún gert allverulegt tjón, drepist heflr úr henni nokkuð
á annað hundrað fjár, en auk þess fylgir henni mikil
aukin fóðureyðsla og lambalát, tvent hið síðarnefnda
verður ekki metið til fjar sem skyldi. í vetur hefir hÚD
gengið á tveimur bæjum í Loðmundarfirði, Nesi og Nes-
hjáleigu, hafa 8 kindur drepist á Nesi en 2 á Neshjáleigu.
Flest það fje, sem ekki hefir fengið pestina áður,
virðist móttækilegt fyrir hana, aítur á móti virðist alt
benda á, að það fje, sem einu sinni hefir haft hana fái
hana ekki aftur á meðan það lifir, hefi jeg þar fyrir
mjer ummæli Sigurðar Filipussonar í Brúnavík. Til stuðn-
ings þvi, að fje fái þessa veiki að eins einu sinni, má
einnig nefna, að ær þær, sem Andrjes Björnsson á
Snotrunesi á og höfðu veikina 1921, hafa ekki fengið
hana nú. í’ess má einnig geta, að vorið 1927 keypti
hann 9 kindur (5 ær og 4 gemlinga) úr Brúnavík; hann
tók eftir því að gemlingarnir höfðu hósta og skömmu
eftir að hann kom heim með fjeð, drapst ein ærin (sama
veiki og nú). Nú á hann sex af þessum kindum og hefir
engin þeirra veikst nú í vetur. Halldór Pálsson á Nesi
í Loðmundarfirði, telur að gemlingar sínir hafi haft
pestina 1918, fjórar ær, sem hann á nú og voru þá
gemlingar, hafa ekki veikst í vetur. Að svo stöddu vil
jeg samt ekki telja það fullsannað að fje fái veikina að