Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 225
BÚNAÐARRIT
219
Pyrri málsgrein undir b-lið leggjum vjer til að falli
burtu, vegna þess að engin ástœða virðist til að laus-
legar sje gengið frá skipun stjórnarinnar en gert er ráð
fyrir í samvinnulögunum.
Breytingin á annari málsgrein b-liðar er í samræmi
við það, sem sagt er um 2. gr. Ef endurskoðari sá,
sem Landbúnaðarbankinn skipaði, væri vel valinn og að
hann hefði þetta starf á hendi á nokkuð stóru svæði,
t. d. heilli sýslu, gæti hann haft töluverð áhrif um
reikningshald og skipulag sveitabanka.
Um 5. gr., er verður 4. gr: Þar sem ætla
má að fje það, sem sveitabankar eiga kost á fyrst um
sinn, verði takmarkað, og ætlast er til að það komi að
notum fyrir sem flesta, virðist ástæða til að iækka há-
mark útlána fyrir hvern einstakan úr 4000 kr. í 3000 kr.
Enda verður þeim, sem mikið hafa í veltu og meiri lán
þurfa, jafnan hægara að afla sjer viðbótarfjár til rekst-
urs, en smærri bændum.
Um 7. gr., er verður 6. gr.: Nefndinni flnst
þörf á, að takmarka ákveðið þau lán, sem veitt eru
til lengri tíma. Virðist þá ákveðinn hundraðshluti af
veltufjenu vera tiltækilegasti mælikvarðinn.
U m 9. g r. : Nefndin leggur til að grein þessi falli
niður, og er það af þeirri ástæðu, að hún telur að
sveitabændum yflrleitt sje ekki hentugt að skulda víxla,
sem vistaðir eru á fjariægum stöðum.
Aðal-viðskifti sveitabanka við Landbúnaðarbankann
hugsar nefndin sjer þannig, að sveitabanki tekur reikn-
ingslán hjá Landbúnaðarbankanum, með þeirri fjárhæð og
greiðsluskilyrðum, sem um semst, og notar það eftir
því sem ástæður verða til á hverjum tíma.
U m 10. g r.: Grein þessi vill nefndin að feld verði
úr frumvarpinu, þar sem í lögum þeim, sem sveita-
bankar eiga að styðjast við, er veitt næg heimild til
þessa. Flestum sveitabönkum verður nauðsynlegt að hafa
margþætt viðskifti við nærliggjandi sparisjóði og banka-