Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 28
22
BtJNAÐARRlT
árlega milli 20 og 30 sýnisreitir í 2 sýslum, sinni í
hvorum landsfjórðungi, og er þá treyst á það, að fjár-
veiting þessi fái að standa á fjárlögum, þar til sýnis-
reitur hefir verið vistaður í öllum eða flestöllum hrepp-
um landsins. Það skal vera aðal-regla að hver reitur
sje 3200 m2 (rösklega dagslátta). Tilgangurinn með þess-
um reitum er sá, að bændur um land alt kynnist ræktun
hafra og sáðgresis, og eigi kost á því að sjá, hvað þess
háttar ræktunaraðferð gefur af sjer, þegar rjett er að
farið og áburðurinn ekki sparaður, sem nú er alt of
algengt. — í sambandi við þessa sýnisreiti vill stjórnin
að gerðar verði áburðartilraunir á túni, undir umsjón
og eftir fyrirsögn fóðurræktar-ráðunautar, þar sem því
verður við komið og menn fást til að taka þær að sjer.
í sambandi við þessa starfsemi og ráðstafanir, má
geta þess, að stjórninni barst sl. vetur tilboð frá Guð-
mundi Jónssyni, bónda á Hvítárbakka, þar sem hann,
í samráði við fóðurræktar-ráðunaut, býðst til að gera
nýræktartilraunir í töluvert stórum stíl, með mismun-
andi vinnubrögðum, áburðarskömtum og öðrum rækt-
unaraðferðum, Ákvað stjórnin að taka þessu tilboði, og
fól fóðurræktar-ráðunaut, að setja ákveðnar reglur um
tilraunir þessar, velja tilraunalandið og hafa eftirlit og
urnsjón með framkvæmd tilraunanna.
Byijað var á tilraunum þessum sl. vor. Þær eru í
4 flokkum og heflr hver þeirra 6000 m2 lands. Verður
þar geiður samanburður á ýmsum verkfærum við undir-
búning óræktarlands til ræktunar, samanburður á sjálf-
græðslu og sáningu, sáningu grasfræs á 1. og 2. ári,
ieyndur moðsalli í stað sáningar, gerður samanburður
á mismunandi áburðartegundum, haldnir reikningar yfir
tilkostnað og eftirtekju o. s. frv.
Siðasta Búnaðarþing heimilaði stjórninni að skipa
3ja manna nefnd, til þess að sjá um útvegun á land-
búnaðarverkfærum og tilraunir með þau. Samkvæmt
þessari heimild skipaði stjórnin þá Árna G. Eylands