Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 66
60
BÖNAÐARRIT
Á eftir hverri sýningu hjelt jeg tölu um sýninguna,
og í sambandi við hana um kynbætur nautgripa yfir-
leitt. í þessari feiö var jeg á aðalfundi Búnaðarsambands
Austfjarða og flutti par fyrirlestur um nautgriparækt.
TJm sama efni flutti jeg og erindi á Fáskrúðsfirði, og á
ungmennafjelags-samkomu að Holti á Mýrum mætti jeg
á sunnudegi, og hjelt þar fyrirlestur. Alls flutti jeg því
35 erindi í ferðinni.
Á leið til Reykjavíkur kom jeg, eftir ósk stjórnar
Bún.fjel. íslands, að Höfðabrekku í Mýidal. Þorsteinn
Einarsson, bóndi þar, hafði sótt um styrk til að stofna
og starfiækja sauðfjárkynbótabú, og hafði sýslunefnd
heitið honum styrk. Jeg sá æibækur hans og fóður-
skýrslur, en af fje sá jeg að eins tvo hiúta, sem hann
af tilviljun hafði sjeð um morguninn, og ijet því sækja
er jeg kom. Annar þeirra var góð kind.
Til Reykjavíkur kom jeg 27. júlí, eftir 51 dags ferðalag.
Hrútayýningar var ákveðið að halda í Húnavatns-,
Mýra- og Borgarfjarðar sýslum. Ármann bóndi Hansson,
á Myrká í Hörgárdal, hafði sótt, um styrk til að stofna
og starfrækja sauðfjárkynbótabú. Ákveðið var að jeg sæi
fje hans, áður en ákvörðun væri tekin um styrkbeiðni
hans. Til þess, og á hrútasýningarnar, lagði jeg af stað
úr Reykjavik 11. september. Á Myrká var jeg þann 18.,
og siðan á suðurleið á hrútasýningunum, sem haldnar
voru, ein eða fleiri, í öllum hreppum á sýningasvæðinu,
nema i Kirkjuhvammshreppi, sem hafði afþakkað sýn-
ingu. Alls voru haldnar 42 sýningar, og flutti jeg á þeim
öllum tölu um þær og sauðfjarkynbætur. Þess utan tal-
aði jeg á tveim stöðum, eftir ósk manna, um stofnun
nautgriparæktarfjelaga. — Til Reykjavikur kom jeg úr
þessari ferð 10. nóvember. Hafði jeg þá verið 70 daga
á ferðalagi og flu|,t 44 erindi.
Fyrir utan þessar tvær aðal-ferðir hefi jeg farið austur
í Ölfus, og flutt þar, á almennum hreppsfundi, erindi um
stofnun nautgriparæktarfjelags, einnig upp í Mosfellssveit