Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 88
82
bt5naðarb,it
Skýrsla Guðmundar Jónssonar:
Á stjórnarfundi í Bún.fjel. Islands 22. mars 1927 var
jeg ráðinn í þjónustu Bún fjel. íslands til þess, sam-
kvæmt heimild frá síðasta Búnaðarþingi s. á., að safna
saman og gera yfirlit yfir þær efnarannsóknir, sem til
eru af íslenskum efnum, svo sem heyi, kjarnfóðri, jarð-
vegi, áburði o. s. frv.
Verk þetta reyndist yfirgripsmeira en í fyrstu var
búist við. Vann jeg að því frá 28. mars 1927, þangað
til fyrst í maí 1228, þó með nokkrum töfum. í júlí og
mikinn hluta ágústmánaðar 1927 mældi jeg t. d. jarða-
bætur í Húnavatnssýslu. Veturinn 1928 var jeg sendur
á búnaðarnámsskeið í nokkrum hluta Vestflrðingafjórð-
ungs. í janúar sama ár var jeg á námsskeiði á
Hvanneyri. 28. febr. fór jeg, ásamt búnaðarkandídat.
Gunnari Árnasyni, í námsskeiðsför um nokkurn hluta
Dalasýslu, Barðastrandar- og Strandasýslu. Loks flutti
jeg fyrirlestur á búnaðarnámsskeiði að Görðum á Álfta-
nesi.
Á námsskeiðum þessum hefi jeg flutt fyrirlestra um r
framræslu, nýrækt, ábuið, heyverkun, garðrækt, til-
raunastarfsemi og matarhæfi manna, en svaraði auk
þess allmörgum fyrirspurnum.
Snemma í maí 1928 flutti jeg að Hvanneyri og hafði
á hendi kenslu í verklegu jarðyrkjunámi við bænda-
skólann. Siðar það sumar vann jeg nokkuð við efna-
rannsóknirnar, og lauk þá að mestu við það starf. Það,.
sem á vantaði, hefi jeg lokið við í vetur (1928), eftir að
jeg var settur kennari við bændaskólann á Hvanneyri-
Starfi þessu er nú lokið, að undanteknum allmörgum
efnagreiningum af steinum og bergtegundum, sem margir
erlendir vísindamenn, er hjer ferðuðust á 18. og 19. öld,
ljetu gera, og finna má í ritum þeirra um ísland. Þar
liggur falinn mikill fróðleikur frá efnafræðis-sjónarmiði
sjeð, sem jeg tel sjálísagt að safna og notfæra sjer.