Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 266
260
BÚNAÐARRIT
En nú er þetta líka að breytaat. í landinu er kom-
inn mikill kjötmarkaður og hann eykst um leið og
kaupataðirnir stækka. Alt árið er nógur markaður fyrir
nýtt kjöt, í öllum stærri kaupstöðum landsins. Slátur-
timann hafa menn þá líka lengt. í Reykjavík er byrjað
að slátra í júni og verið að slátra fram í desember. Á
Akureyri, Siglufirði, ísaflrði, Norðfirði og víðar er farið
að slátra í júlí—ágúst og verið að slátra fram um vetur-
nætur. En lömbin, sem fyrst eru drepin eru dýr. Kjöt-
verðið er því miklu hærra, oft þrisvar sinnum hærra, í
júní en að haustinu, og því borgar sig oft að slátra svo
snemma, þrátt fyrir það, þó það með því fáist miklu
minni næring framleidd en fást, mundi, ef lömbin yrðu
látin verða eldri og stærri. Menn spyrja því, bæði vegna
sjálfs sín og þjóðarframleiðslunnar og notkunar sumar-
haganna, hvort það borgi sjg ekki að láta ærnar bera
fyr og lömbin því vera stærri og þyngri, þegar þau eru
drepin í sumarmarkaðinn. Kjötþunginn, sem framleidd-
ur yrði í landinu eykst með því, og sumarhagarnir og
beitilandið yrði betur notað. En borgar það sig
fyrir bóndann, sem einstakling? Um það spyrja margir,
og vantar svar. Einstaka menn hafa reynt þetta, en ber
ekki saman um árangurinn. Enginn hefir heldur reynt
það til hlýtar nje að staðaldri, það sem jeg veit til. En
það þarf að gerast. En það verður vart gert, nema þá
sem meira eða minna fálm, nema því að eins, að Bún-
aðarfjelagið beiti sjer fyrir tilraunum í þá átt.
Jeg hefi hugsað mjer þá tilraun gerða þannig:
Búnaðarfjelagið semdi við góða bændur á Suðurlands-
undirlendinu, t. d. á þeim svæðum, sem ekki reka á
fjall, eða einhvern, sem hefir land sitt girt, að gera til-
raunina. Hún yrði að standa yfir í 2—3 ár.
20 ám væri hleypt til svo þær bæru á tímabilinu
1.—10. april. öðrum 20 svo þær bæru á tímabilinu
15.—25. apríl, þriðju 20 svo þær bæru 30. apríl til 7.
maí, og hinum öllum svo þær bæru á venjulegum burð-