Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 337
BtíNAÐARRlT
331
tfjeð og rak þaö heim. Þær þrjár kindur, sem lágu, uríu
allar mikið veikar og tvær drápust, en ein komst í
•dauöann. Steinn Runólfsson Ijet kindur sínar fara í fjör-
una; um kvöidið tók hann eftir því, að ein ærin var mest
hrakin, daginn eftir var hún veik og át ekkert, næsta
dag át hún dálítið, en var samt dauf, þriðja daginn át
hún ekkert, fjórða daginn át hún dalítið, fimta daginn
át hún ekkert (þann dag sá jeg hana), en var samt upp-
þembd, stóð með hangandi höfuð og hafði takstunur,
hún lagðist ekki allan daginn, fyr en undir kvöld. Eyj-
ólfur Hannesson, Borgarfirði baðaði þrjú lömb, sem hann
átti og sem voru búin að standa inni í mánaðartíma.
Eftir böðunina veiktist eitt þeirra — stemdist í bak,
ullin úfnaði, upplitið dauft, hósti, stunur, gula, dauði. —
Sigfús Sigmundsson helti baðlegi ofan í lamb, til þess
að drepa á því lús, þoiði ekki að baða, daginn eftir bar
á því og það drapst. Ær Guðmundar Björnssonar fóru í
fjöruna í góðu veðri, átu mikinn þara, daginn eftir var
deyfð yfir þeim og þær höfðu hósta.
Þessi dæmi sýna tvent, sem er mjög eftirtektarveit.
í fyrsta lagi, fjeð þoiir mjög lítið, má ekki mæðast og
ekki blotna. — í öðru lagi, mjög erfitt er að sjá hvoit
pestin er alvarleg í fjenu eða ekki. Kindur, sem virðast
fullhraustar, veikjast og drepast eftir fáa daga, ef eitt-
hvað verður fyrir þeim. í eðli sínu er kindin harðgerð,
stygg og dul í skapi, iætur því ekkert á sjá, fyr en hún
er orðin alvarlega veik. Fje, sem hefir þessa veiki, þarf
því að njóta mjög mikillar nákvæmni, sje því beitt, má
það að eins í besta veðri og helst ekki lengur en 2 klst.
á dag — yfirleitt beita menn of lengi, þegar gefið er
með beitinni hvort sem er — stygð og hrakninga verður
að varast. Vissast er að láta það standa alveg inni.
Hin alvarlegasta fylgja þessarar pestar er, að ám, sem
fá hana síðari hluta meðgöngutímans, hættir við að láta
lömbunum. Undan því hafa kvartað Pall Sveinsson í
Breiðuvík, Árni Jón í Húsavík og Stefán Baldvinsson í