Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 334
328
BDNAÐARRIT
tekið veikina þar, hin gekk heima, gæti hafa sýkst af
fje Siguröar á Seljamýri, sem er næsti bær, en þar var
veikin eins og fyr er frá sagt veturinn áður 1927—’28.
Fje Sigurðar hefir að líkindum sýkst af fje Stefán í
Stakkahlíð, þar var pestin 1926’27. Þannig virðist vera
hægt að rekja feril veikinnar bæ frá bæ, nokkuð af
ágiskun, en mikið með talsverðum líkum. Næsta vetur
er líklegt að hún geri vart við sig á Úthjeraði, sjerstak-
lega í Hjaltastaðáþinghá og Eiðaþinghá, þar eð fje þeirra
gengur nokkuð saman við fje Borgfirðinga.
Pestin virðist vera mjög þrálát. Það fje, sem fær hana
er með hana í lengri tíma, áður en það er fullfriskt.
Sem dæmi má nefna: Þær tvær ær, sem Halldór Páls-
son sá hósta í rjettinni i fyrstu göngu, sýktu fje hans
þannig, að um fyrri hluta desembermánaðar voru flestar
ærnar veikar og um miðjan febrúar, er jeg sá þær var
meginið af þeim með hósta. Síðari hluta mars og
byrjun aprílmán. síðastl. vetur veiktist fje Sigvarðar
og Sigfúsar á Hofsströnd, fjenu er þó slept síðast
í aprilmán., drepast þá úr henni 10 ær, tvær sem urðu
mikið veikar lifðu til hausts, en drápust þá. í haust
bar á hósta í flestum ánum og batnaði hann ekki, fyr
en þær voru teknar og bataðar. Sama sagan endurtek-
ur sig þar, sem veikin hefir verið; fjeð býr að henni í
lengri tíma, oft fleiri mánuði, en batnar fyrst ef því er
vel hjúkrað. Það fje, sem nær sjer eftir pestina virðist
þó verða fullhraust og er því alveg óhætt að setja það
á, mætti jafnvel telja það því til gildis, að það muni
ekki fá pestina aftur meðan það iifir. Fje á öllum aldri
getur fengið festina, þó virðist hún leggjast ljettar 4
yngra fjeð, lömb og veturgamalt.
Borgarfjarðarpestinni má helst líkja við slæma kvef-
pest, hún legst ljett á megin hluta fjárins, en hættir við
að Blá sjer til lungnabólgu og annara kvilla, sjerstaklega.