Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 281
BÚNAÐARRIT
275
framlag ríkissjóðs til þessarar starfsemi yrði því
eigi tilfinnanlegt, sjerstaklega þegar litið er á það,
að styrkur sá, er veittur er til jarðabóta, samkvæmt
II. kafla jarðræktarlaganna, er orðinn á 4. hundrað
þús. króna, og árlegar jarðræktarframkvæmdir í
landinu þar af leiðandi farnar að hlaupa á milj-
ónum króna, og auk þess, á undanförnum árum
búið að leggja margar miijónir króna, af fje einstakl-
inga og þess opinbera, í fyrirtæki af þessu tægi.
Þá virðist það ekki að eins rjettmætt, heldur einnig
nauðsynlegt, að verja nokkrum tugum þúsunda ár-
lega til þess að rannsaka, hvernig þessar umbætur
megi verða framkvæmdar og starfræktar á sem
haganlegastan hátt og til sem mestra nota.
7. Það sem fellur inn undir starfsemi tilraunaráðanna
er að semja skipulag -fyrir framkvæmdir tilraun-
anna, ákveða hvaða tilraunir skulu framkvæmdar í
hverjum stað og með hvaða sniði þær skuli vera,
ákveða, koma fyiir og hafa umsjón með dreifðum
tilraunum, semja tilraunaskýrslur, sjá um birtingu
þeirra o. fl.
Viðvíkjandi því atriði hvar hinar 2 fyrirhuguðu stöðvar
í jarðrækt eigi að vera, þá leggur nefndin eindregið til,
að Norðurlands-stöðin sje sett á stofn í sambandi við
gróðrarstöð Ræktunarfjelags Norðurlands á Akureyri, og
að farið sje þess á leit við ríkissjóð, að hann leggi stöð-
inni til býlið Hamra, sem er í nánd við stöðina, og hefir
mjög hentugt og fjölhæft tilraunaland.
Viðvíkjandi samningum við Ræktunarfjel. Norðurlands
þá leggur nefndin til að eftirfylgjandi leið sje farin:
Búnaðarfjelagið kaupi bústofn Ræktunarfjel. Norðurl.,
verkfæri og annað lausafje, og sje kaupverði þess varið
til greiðslu á skuldum Ræktunarfjelagsins. Það sem þá
er eftir af skuldunum sje lagt til grundvallar fyrir leigu
af löndum og húseignum Ræktunarfjelagsins, þannig aö