Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 29
BÍÍNAÐARRIT
23
verkfæra-ráðunaut, Halldór Yilhjálmason, skólastjóra á
Hvanneyri, og Magnús Þorláksson, óðalsbónda á Blika-
stöðum í nefnd, vorið 1927, til þess að gera tilraunir
með verkfæri — einkum jarðabóta-verkfæri og hey-
vinnuvjelar — og heimilaði henni að kaupa þau verk-
færi og vjelar, í þessu skyni, sem hún teldi nauðsyn-
legt og fjárhagur leyfði Nefndin heflr bæði sumurin gert
nokkrar t.ilraunir, einkum með plóga og herfl, bæði á
Blikastöðum og Hvanneyri. Einnig hafa rakstrar- og
snúningsvjelar verið reyndar litilsháttar, og í haust var
fenginn norski skurðplógurinn („Engens patent"). Eftir
þeirri litlu reynslu, sem um hann er fengin hjer, má
gera sjer vonir um, að hann komi hjer að góðu gagni
við framræslu. — Formaður nefndarinnar, Árni G. Ey-
lands, mun á Búnaðarþingi gefa skýrslu um tilraunirnar
og um annað er að verkfærum lýtur.
Bæði árin heflr stjórn fjelagsins og starfsmenn þess,
átt nokkurn þátt í undirbúningi lagafrumvaipa, er snerta
landbúnaðinn, og í samningi reglugerða í sambandi við
þau. Má þar m. a. nefna jaiðræktarlögin, lög um kyn-
bætur nautgripa, lög um búfjártryggingar. reglugerð um
byggingar- og landnámssjóð o. s. frv. Og að tilhlutun
samvinnunefndar Bún.fjel. íslands og Fiskifjelagsins gerði
Pálmi Hannesson uppkast að frumvaipi til laga um
fiskiræktarfjelög, er lagt var fyrir síðasta Alþing, en
fjekk þar eigi afgreiðslu.
Frá 1. október 1927 var Metúsalem Stefánsson skip-
aður gæslustjóri Bæktunarsjóðs, til næstu fjögra ára,
eftir tillögum meiri hluta stjórnarinnar.
Á þessu ári heflr fjelagið geflð út fjórðu útgáfu af
Skýrslum um kúabú, fyrir meðlimi nautgriparæktar-
fjelaganna, með dálitlum breytingum. Heflr nautgripa-
ræktar-ráðunauturinn sjeð um útgáfuna og gert nauð-
synlegar breytingar á formálanum, í sambandi við breyt-
ingar á skýrsluformunum sjálfum.