Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 121
BtNAÐARRIT
115
urinn ætíð sjálfur, en hjer gera kúaeigendur það, því
ríður meira á því hjer en þar, að kúaeigendum skiljist
að sjálfur grundvöllurinn þarf að vera traustur, og að
þeir leggi hann sjálfir. Sje ónákvæmt vegið, hjóta allar
skýrslurnar, og allar ályktanir, sem af þeim eru dregnar
að verða rangar. Munið því að vikta rjett.
í öðrum löndum er gerð fitumæling í mjólkinni í
hvert sinn, sem hún er vegin. Það gerum við ekki, og
enn hefir boginn ekki verið spentur hærra en það, að
þess hefir verið kraflst að fitumæling yrði gerð þrisvar
á ári. Á því vill þó verða meiri og minni misbrestur,
og það er sjaldnast, að hægt er að reikna meðalfitu af eins
mörgum kúm og meðal nythæð. Meðalfitan i mjólk úr
okkar kúm er því ekki ábyggilega nákvæm, og verður það
ekki, meðan ekki eru gerðar fleiri árlegar mælingar. En
þrátt fyrir það sýnir hún mikinn mun á kúnum, og
bendir á hverjar kýrnar hafi feitasta mjólk.
Á vikumælingum bændanna og fiturannsókn eftirlits-
mannsins, byggja svo eftirlitsmennirnir sínar skýrslur.
Hjá Bún.fjei. íslands eru þær yfirfarnar og leiðrjettar. ef
þess þarf með. Á þessum tólf árum, sem þetta yfirlit
nær yfir, hafa þeir hr. Gunnar Árnason, Árni Ögmunds-
son og Sigurður sál. Sigurðsson unnið að þessu, auk
mín, og er þetta því verk okkar allra.
Hvergi nærri er þetta yfirlit eins og jeg vildi vera
láta. Það þarf að vera mikið meira sundurliðað, svo fje-
lögin hafi þess not í sjálfu ársstarfinu. Mjer þótti ekki
þýða að vinna að þvi nú, því þetta birtist hvort hið er
svo seint, að gagn þess verður ekkert. En skýrslurnar
þurfa að birtast árlega, og þá svo glöggar, að þær,
samhliða því að sýna hvert stefnir, geti verið til styrkt-
ar fyrir sjálft starfið heima í fjelögunum.
Síðasta Búnaðarþing samþykti, illu heilli, að umreikna
fóðrið í fóðureiningar, að útlendum sið (Norðurlanda).
Því hefi jeg orðið að gera það, enda þó að það sje mjer
þvert um geð. í fjelögunum er nær eingöngu gefið hey.