Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 255
BTJNAÐARRIT
240
er vinnunnar nýtur, greiða fult kaup fyrir pann tíma,
sem þar er fram yfir, miðað við venjulegt kaupgjald á
sama tíma í því bygðarlagi).
Hver nemandi sje látinn vinna minst s/± námstímans
að störfum þeim, sem talin eru undir lið A-D1 2) í vinnu-
skýrsluformi því, er Búnaðarfjel. íslands leggur til. Fyrir
þann tíma er hann vinnur að öðrum störfum, töldum
undir lið E-ö,*) og er umfram V* af saman lögðum náms-
tímanum, greiði húsbóndi hans honum laun, sem öðrum
verkamönnum á hans aldri í því bygðarlagi. Þó hefir
nemandi rjett til að krefjast þess, að húsbóndinn greiði
honum fult kaup fyrir öll störf, er heyra undir lið
6., og eigi hafa námsgildi fyrir nemandann. Verði ágrein-
ingur út af þessu, sker stjórn Búnaðarfjelags íslands úr.
5. gr.
Veikist nemandi svo, að vinna falli niður hjá honum
af þeirri ástæðu, eða af öðrum ástæðum, sem húsbóndi
hans á enga sök á, skal hann greiða fæði sitt, þó eigi
meira en 2 krónur á dag, nema um sjerstaka aðhlynn-
ingu sje að ræða sökum veikinda.
6. gr.
Nemandinn skal halda dagbók um veðurfar og um
vinnu sína. Vinnuskýrslu skal hann gera upp um hverja
helgi, í því formi sem Búnaðarfjelag íslands ákveður,
og skal húsbóndi hans eða verkstjóri líta eftir að vinnu-
skýrslan sje rjett færð, og skrifa upp á hana.
Þeir nemendur, sem stunda námið á einum stað,
skulu í dagbókina rita stutta iýsingu af jörð og búskap
bóndans, s. s. um kosti og galla bújarðarinnar, húsa-
skipun, bústofn og búrekstur, framkvæmdir bóndans í
húsabyggingum og jarðabótum o. s. frv. Á tilsvarandi
1) Þ. e. framræula, brotið land, gengið frá sáðlandi og garðrækt.
2) Þ. e. áveita, girðingar, önnur störf.