Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 53
BÚNAÐARRIT
47
hópinn. Þá eru tvö árin (1917 og 1923) sem hafa lagt
til 3 hesta hvort, en hin 6 árin hafa lagt til 2 hesta
hvert. Yngsti hesturinn var að eins 3 vetra, er hann
hlaut I. verðlaun, og er það einsdæmi í minni tíð á
sýningunum. Annan hest hefi jeg þó sjeð, sem myndi
bafa hlotið I. verðlaun 3 vetra, ef svo hefði staðið á
sýningum, að hægt hefði verið að sýna hann þá, en
það er Þáttur á Kleifum í Gilsfirði. Illu heilli var hann
geltur 4 vetra gamall, sennilega af því hann gaf óvenju-
lega miklar vonir sem reiðhestsefni.
Af framanskráðu yfirliti yfir 1. verðlauna stóðhestana
er auðsjeð, að mörg hrossaræktarfjelög verða að starfa
með II. verðlauna hestum. Ástæður þessarar góðhesta-
fæðar held jeg vera ættgeng byggingariýti á íslensku
hrossunum, og að eftirspurn eftir stóðhestum hefir verið
svo lítil, að góðir reiðhestar hafa oftast selst hærra verði.
Siðari ástæðan virðist nú heldur breytast til betri vegar,
og þá hlýtur að vera óhætt að vona, að íslensku hrossin
rjetti úr sjer með tíð og tíma.
II. Hrossaræktaríjelog.
Þessi hreyling er nú orðin 24 ára gömul. Fljótt á litið
virðist eðlilegt að ætla, að hún hefði gróið svo út á
þessum árum, að nú hefðu allar sveitir landsins, sem
ala upp hross, bundist samtökum hrossaræktinni til
þrifnaðar, svo augljós hagsýni sem það er, en svo er
þó ekki. Veldur þar nokkru um, að þau fjelög, er
stofnuð voru meðan dýrtiðin ríkti hjer, og komust þá i
skuldir fyrir stóðhesta og giiðingar, lentu í fjárhags-
örðugleikum þegar verðfallið kom, og liðuðust þá sum
þeirra sundur næstu árin á eftir. Áiið 1926 voru ekki
starfandi nema 13 fjelög, en í ár starfa, eftir því sem
jeg veit best, 35 fjelög, og hefir því fjölgað um 22 á
þessum tveimur árum. (Hjer tel jeg 3 fjeJög í Ásahreppi
í Rangárvallasýslu, en mætti með álíka rjetti nefnast 1
fjelag í 3 deildum, sem hver hefir sinn hest og sína