Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 85
BtNAÐAKRíT
79
hún enn reynslu undanfarinna ára, sem sýnir að íslenska
gulrófan steDdur öllum hinum albiigðunum framar. En
næst henni gengur að kostum rússneska afbrigðið
„Krasnöje Selsköje“, þó það gefi mun minni uppskeru.
Hingað til hefir aldrei komið fyrir að það hafi trjenað,
en það er höfuð kostur gulrófna-afbrigðis. En mjög mikil
brögð voru að trjenun hjá ýmsum hinum aíbrigðunum,
t. d. Þrándheims-gulrófu, sænskri gulrófu og Bangholm,
þrátt fyrir hina miidu og góðu tíð.
Það er enginn vafi á því iengur, að það er íslenska
gulrófan, sem við eigum að rækta, og sjá um að nægi-
legt fræ sje til af henni. En sje ekki til nægilegt af ís-
iensku fræi, þá að nota fræ af „Krasnöje Selsköje", og
engu öðru gulrófna-afbrigði, til viðbótar.
Siðastliðið sumar var og frærækt af íslenskum gul-
rófum aukin að mun í gróðrarstöðinni. Voru settar
niður 1500 fræmæður fyrst í aprílmánuði. Þær þróuðust
ágætlega í hinni hlýju og góðu veðráttu, og fræið þrosk-
aðist prýðilega. Alls fengust 91 kg. af fullhreinsuðu
gulrófnafiæi um haustið, og er það mörgum sinnum
meiri uppskera en nokkru sinni hefir fengist áður í
gróðrarstöðinni. Hefir aldrei áður fengist meira en 10 kg.
i minni tið; en eitt sinn 20 kg. hjá Einari Helgasyni,
meðan hann veitti gróðrarstöðinni forstöðu.
Ekki þurfti í þetta sinn að grípa til neinna ráða, til
að fá fræið þroskað (fækkun blóma), sem stundum er
nauðsynlegt, sje veðráttan óhagstæð.
í haust, sem leiÖ, barst rnjer kvörtun austan undan
Eyjafjöllum um sýki í gulrófum, sem reyndist vera
„gulrófna-vörtuveiki“ (Plasmodiophora brassicie), sem
getur orðið mjög alvarleg og smitað flestar jurtir af ætt
krossblómanna. Ekki er annað ráð öruggara til að út-
íýma sýki þessari, en að hætta að rækta gulrófur, og
aðrar jurtir af krossblóma ætt, um nokkurra ára skeið.
Til bóta er og að ræsa garðinn. En aðalráðið, sem notað