Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 254
246
BÚNAÐARRIT
stunda vilja verklegt jaröræktarnám, hjá bændum víðs-
vegar um land, sem hafa þekkingu, og áhöld til þess
að láta vinna að jarðyrkju með hestum og hestverkfær-
um svo vel sje, og kunna að ganga frá nýyrkju með
sáningu, og hjá búnaðarfjelögum og búnaðarsamböndum,
sem halda úti vinnuflokkum til jarðabótastarfa, eða reka
tilraunastarfsemi.
2. gr.
Þegar fjelagið hefir fengið námsstaði og samið um
námskjörin, auglýsir það eftir umsóknum um námið og
vistar umsækjendur til námsins, hvern og einn þar sem
hann helst óskar, eftir því sem hægt er, og annars þar,
sem honum má vera þægilegast og kostnaðarminst að
stunda námið. Nemendur bændaskólanna sitja fyrir öðr-
um umsækjendum.
3. gr.
Þá umsækjendur, sem sjerstaklega óska þess að fá
fullkomna æflngu í því að vinna með hestum og drátt-
arvjelum og beita þeim fyrir plóg og herfi, skal vista
hjá vinnuflokkum, eftir því sem við verður komið. Þó
skal þess kraflst, að þeir fái nokkra æfingu í að Undir-
búa flög til sáningar og sá í þau. Að öðru jöfnu skulu
þeir piltar sitja fyrir um styrk til námsins, sem vinna
með hestaverkfærum. Hina, sem óska að fá æfingu í
nýræktarstörfum frá byrjun til fullrar ræktunar, skai
einkum vista hjá bændum sem sáðrækt stunda, enda
hagi þeir kenslunni þannig, að svo miklu leyti sem
hægt er, að nemendumir fái tækifæri til að læra rækt-
unarstörf á öllum stigum nýræktarinnar (framræslu,
plæging, herflng, dreiflng tilbúins áburðar, sáning, völtun).
4. gr.
Þeir, sem nemendur vinna hjá, skulu veita þeim fæði,
þjónustu og aðrar daglegar nauðsynjar, og greiöa þeim
auk þess eigi minna en 1 krónu fyrir hvern vinnudag,
er mest má vera 11 stundir. (Sje lengur unnið, skal sá