Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 150
144
BÚN AÐA KRIT
gerlategundir lífsstarf sitt. Flestir lieirra valda hita,
sem hitar fóðrið alt, eins og fyrir liggur. Þessi liit-
un getur tekið misjafnlega langan tíma, alt eftir því
hve hröð er öndunarstarfsemi og efnabreyting gerl-
anna. Vjer verðum að reyna að flýta þessari hitun,
með því að við alla efnabreyting gerlanna eyðast
mikil næringarefni úr fóðrinu. Hitunin má stíga að
vissri hæð (45—50 stig á Celsius), til þess með
slíkri gerð að gera súrheysfóðrið ófrjótt og koma
því til að geymast og deyða allar þær gerlategundir,
sem ekki eru æskilegar. Hjer ræðir um að búa til
gott, næringarmikið, sætt votheysfóður, sem kallað
er, hjer ræðir um hreina mjólkursúrgerð, þ. e. vjer
æskjum að deyða að öllu liið bráðasta með hinum
hækkaða hita allar skaðlegar gerlategundir, sem
finnast í öllum gerlahrúgunum, svo sem smjörsýru-
og edikssýrugerla, viljum að eins hreina þróun
góðra mjólkursýrugerla til starfs framvegis. í þess-
um tilgangi er það framar öllu nauðsynlegt að eyða
öllu loftrúmi úr fóðurmagninu, svo sem unt er, með
því að loftið, sem skiljanlegt er, aftrar hituninni og
á hinn bóginn gerir kleifa tilveru þeim gerlategund-
um, sem ekki eru æskilegar, þannig að að lokum
myndast lélegt fóður, snautt að næringarefnum.
Þessu takmarki verður best náð með því að troða
fast með fótum alt fóðrið í þrónni, raunar helst
með hreinþvegnum gúmmístígvélum, slíkum sem
notuð eru hvarvetna um ísland, í því skyni að kom-
ast hjá óhreinkun af moldargerlum og mörgum
öðrum frjóögnum, sem ekld eru æskilegar. Enn
fremur er mjög mikilsvert að hlaða þrórveggina svo
þétt og slétt sem unt er, svo að ekki komist að að
utan hvort heldur er loft eða frost og einnig að inn-
an enginn safi með næringarefnuin seytli í gegn og
fari þannig forgörðum. Loks, að engin loftrúm
verði við veggina. Af söinu ástæðum verður umfram