Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 67
BÚNAÐA.RRIT
61
og skoðaði þar naut manna, saman með kynbótanefnd
breppsins og eftirlitsmanni, upp að Lágafelli, Blika-
stöðum, og Vifilsstöðum með Þórir kennara Guð-
munkssyni, til að undirbúa fóðurtilraunir með kýr, sem
Bún.fjel. íslands lætur framkvæma, en Bórir veitir for-
stöðu, og suður í Hafnarfjörð, til að vera við heyþurk-
unartilraun, er gerð var með heyþurkunarvjel hr. Jó-
hannesar Reykdals.
Hrútasýning var haldin hjer Reykjavík í haust i fyrsta
sinn, og mætti jeg þar fyrir hönd Bún.fjel. íslands.
Alls hefl jeg því verið á ferðalagi og sýningum í 135
•daga, aí þeim 214 sem jeg hefi verið hjá Bún.fjel. ísl.,
«g á ferðum mínum flutt 81 erindi.
Hrútasýningar 1928.
1. I Vindhælishreppi voru 4 sýningar, og mættu á
þeim nær allir hrútar úr hreppnum. Þrír hiútar
fengu fyrstu verðlaun, Gulur, í Öiygsstaðaseli, hrút-
ur á Tjörn, ættaður frá Haga í Þingi og Beli á
Árbakka.
:2. í Engihlíðarhreppi var ein prýðilega sótt sýning,
þrátt fyrir afleitt veður. Þar var ein kona mætt á
sýningunni með sína hrúta, og fylgdist ekki ver
með því sem fram fór, en sumir karlmennirnir.
Hrútarnir voru jafnir og margir góðir, en enginn
fjekk þó fyrstu veiðlaun.
3. í Bólstaðarhliðarhreppi voru tvær sýningar, illa
sóttar. Fyrstu veiðlaun fengu Spakur á Gili og bræð-
ur, sammæðra, Biúnn á Fjósum og Spakur á Brúnum.
4. í Svínavatnshreppi var ein sýning, sæmilega sótt.
Prúður, Pals á Guðlaussstöðum og Spakur, Þorsteins
á Geithömrum, fengu fyrstu verðlaun. Veturgamall
hrútur, sonur Piúðs, eign Björns, sonar Páls, var vel
stór og væn kind.
5. I Torfalækjarhreppi voru tvær sýningar, Víkingur,
Jóns á Húnstöðum, Bjartmar, Jóns á Akri og Hörð-