Búnaðarrit - 01.01.1929, Blaðsíða 40
34
BUNAÐARRIT
sveltir landsins og til læknanna og siðan birt í „Bún-
aðarritinu" — ritgerð eftir Jón Pálsson dýralækni:
„Lungnaormar og landbúnaður", þar sem hann bendir
á lækningarráð gegn veikinni. Og hlutaðist fjelagið
þá jafnframt til um, að menn reyndu þau ráð, sem
dýralæknirinn benti á og mælti með. Ennfremur
veitti fjelagið Búnaðarsambandi Austurlands 500 króna
styrk, til þess að J. P. gæti haldið áfram rannsóknum
sinum á veikinni á Austurlandi, en þar heflr hún verið
einna skæðust og liggur þar fast í landi. — Ýmsir sem
reynt hafa þessi meðöl, telja þau gagnleg, en engan
veginn er hægt að álíta þau einhlít, svo að ekki þurfi
frekari rannsókna við um þessa plágu.
í öðru lagi veitti fjelagið Lúðvík Jónssyni, búfræðis-
kandídat, 500 kr. styrk, sumarið 1927, til þess að kynna
sjer í Englandi lækningaráð gegn ormaveikinni, og hefir
hann skrifað um athuganir sínar um þetta í blöðin.
í þriðja lagi hefir Jónas læknir Sveinsson, á Hvamms-
tanga, rannsakað veikina og reynt meðöl gegn henni,
og hefir fjelagið heitið honum styrk nokkrum til frekari
rannsókna og lækninga-tilrauna.
Loks er þess að geta, að ungur þýskur lærdómsmaður,
dr. Helmut Lotz, gerði Halldóri Yilhjálmssyni, skóla-
stjóra á Hvanneyri, tilboð um það — fyrir milligöngu
dr. Reinch, sem hjer var fyrir nokkrum árum, við vatna-
rannsóknir, — að rannsaka Hvanneyrar-veikina. Fór H. V.
fram á, að fjelagið legði fram 500 kr. til ferðakostnaðar
dr. Lotz, og voru þær veittar. Dr. Lotz kom svo hingafr
til lands sneinma á árinu 1928, og hefir verið hjer síðan,
lengstaf á Hvanneyri, en í sumar ferðaðist hann frá
Hvanneyri norður um land, alt til Reyðarfjarðar, og
eftir tillögum stjórnarnefndar hefir ráðuneytið ákveðið
að hann fái til sinna rannsókna þær 400 kr., sem veittar
eru á fjárlögum 1929 til rannsókna á búfjársjúkdómum.
Vinnur hann nú að þessum rannsóknum á Hvanneyri,
og lætur skólastjóri honum í tje ókeypis uppihald.