Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Síða 9
r
IJALLDÓR SIGURÐSSON, stud. mág.:
Bergmál dagsins
Gránar af morgni, götuljósin blakta,
grújir reikur ifir nœsta þaki.
Af breiSu strœti berst mér hjólsins kliður
— bergmálið aj dagsins fótataki —
Og eins og elfa, er föst í farveg sínum
falli í liafið, menn til vinnu ganga.
í verksmiðjur sumir, aðrir niður á eiri,
og aðrir halda í búðir til að pranga,
sem ótal hjól, er altaf sama hringinn
um öxul sinn í ráðaleysi ganga.
Og frjálsir menn þar jalla í auðsins hlekki,
fjötraðir í baráttu við skortinn.
Já, í landi voru eru allir jrjálsir,
þótt undarlegt það raunar teljast megi,
að sumra bíður altaf einbert stritið,
aur og meira grjól á hverjum degi.
Og ánœgðir menn, sem eiga blöðin sjálfir
irkja þar lof um frelsi tíma vorra.
Og dagur líður. Altaf iðar gatan
af öllum þeim, sem koma og fara í bœinn.
Og þannig liefur líjið lengi gengið
við litla götu í borginni við sœinii.
Menn farast hjá, og enginn þekkir annan.
Sem eiðimörk er gatan full af mönnum.
Svo keinur kvöld, og eins og elfa falli
í úlhaf sitt, menn draga sig til baka
af vettvang dagsins — orustunni urn auðinn.
Þeir auðnulausu fram á nœtur vaka.
En engimi þarf hér annarra að gæta,
því einir menn í heiminn koma og — fara.
Gatan er mannlaus, götuljósker blakta,
grœtur regnið hljótt á dimmu þaki,
og inn um gluggann gustar kaldur vindur
— glórulaus nóttin dilst að húsabaki.
Með lirolli gríp ég pappírsörlc og penna
og pára kvæði -— um stjörnurnar og mánann.
Dagblöð bæjarins skapa ekki einungis stjórn-
málaskoðanir manna að verulegu leiti, helduj' eiga
þau og drjúgan þátt í því að skapa daglegt mál
manna. Er því augljóst, að þar verða þau að vera
góð firirmind. Hjá þeim öllum er pottjar brotinn í
því efni. Sumir kennarar hafa lesið kafla úr þeim
með nemendum sínum til að sína þeim, hvernig þeir
megi ekki rita. Sá blaðamaður, sem frægastur mun
vera firir ambögur og vesalan rithátt, er Víkverji
hjá Morgunblaðinu. Það er auðsætt, að þeir kaflar
dagblaðanna, sem eiga að teljast utan afmarkaðs
stjórnmálasviðs og eru um dagleg hugðarefni fólks,
verða að vera ritaðir á léttu, en kjarnirtu og skap-
andi máli, ef vel á að vera. Þangað á að vera hægt
að sækja firirmindir að góðu og listrænu máli, svoað
fólk læri að klæða hugsanir sínar í fagran búning.
I framtíðinni verður málfar blaðanna tekið hér til
athugunar. First athugum við smáletursgreinarnar,
þvíað ætlandi er, að þær séu vinsælasta lestrarefni
fólks af því, sem blöðin hafa að bjóða. Við birjum
á víðlesnasta blaðinu, Morgunblaðinu, og birtum hér
nokkrar athugasemdir við mál Víkverja.
Ég fékk mér Mbl. dagana 10. jan.—16. jan. og las
kaflana eftir Víkverja, þá er hann nefnir: Úr daglega
lífinu —, til að athuga málfar hans um þennan viku-
tíma. Hér fara á eftir nokkrar þeirra misþirminga
móðurmálsins, sem mér fanst vera tiltakanlegastar.
Breitingar á letri og stafsetningu hef ég gert.
Föstud. 10. jan.: „Þessir .... flutningar mundu
ef til vill ekki borga sig til að birja með“. Danskt
orðaval er þetta (til at begynde med). — Þar er
einnig tvisvar nefndur norðurpóll, en íslenska orð-
inu heimskaut (norðurskaut) enginn sómi síndur.
Skilt er þó að geta þess, að í söinu grein talar Vík-
verji ekki um pólarsirkil, lieldur heimskautsbaug. —
S. d.: „í þessu sambandi geta jafnvel hinir fáfróð-
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ
7