Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 13

Hlín - 01.01.1925, Side 13
Hlín 11 fjelagssvæðinu og meiri og betri þátttöku fulltrúa á aðal- fundum S. N. K., viljum vjer að nýju minna á stofnun sýslusambanda og jafnframt hvetja fjelögin til að styðja og efla þau sem til eru. Pað er skiljanlegt að fjelags- deildir innan einnar og sömu sýslu eiga hægra með að hittast og starfa saman að ýmsum áhugamálum innan hjeraðs en fjórðungs-sambandið. Þá mun það heldur aldrei bregðast að a. m. k. 2 fulltrúar verða sendir á að- alfund úr hverri sýslu. Þeir ættu að fundinum loknum að semja ítarlega skýrslu frá fundinum og Iáta hana berast milli fjelagsdeildanna, svo engin deild fari á mis við Ijós- ar fregnir af fundinum. Umræðuefnin á fundi Sambandsins á Akureyri á kom- andi sumri verða að mestu leyti hin sömu og að undan- förnu (fjelagsdeildirnar geta lagt fram tillögur um ný mál, ef þær óska). Þau mál sem S. N; K. hefir tekið á stefnu- skrá sína eru svo margbrotin, að óhætt mun að fullyrða, að sú kynslóð, sem nú lifir, hefir þar nóg viðfangsefni — fundi og ársrit þarf ekki þess vegna að skorta til- breytni, að þar sjeu ekki næg umræðuefni. — (Nýkomin 25 ára skýrsla frá norsku kvenfjelaga-sambandi, sem hefir um 400 fjelagsdeildir með um 70 þúSi fjelögum, hefir heilbrigðismál þjóðarinnar ein á dagskrá, og þykir þó starfsémi þess ekki vera einhliða.) .... Að endingu viljum vjer að nýju vekja athygli kvenna í S. N. K. á því, hvílík nauðsyn beri til, að þær hafi hönd i bagga með um fræðslumál barna og unglinga í heima- högum sínum, að þær kjósi konur í skóla- og fræðslu- nefndir, þar sem þær eru til vel hæfar o. s. frv.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.