Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 40

Hlín - 01.01.1925, Side 40
38 Hltn föld er sú aðferð, að stanga í gegnum kjöl árgangsins með 2 — 3 cm. bili milli spora niður úr í gegn, og þarf að stinga fyrir með al. Betra er að leggja Ijereft yfir kjöl- inn undir stangið, og sje ennfremur iagður tvöfaldur um- búðapappír framan og aftan á og svo límdur saman, er kápan komin. Gott er að reka fyrst nagla í gegnum kjöl- inn á 2 — 3 stöðum til að halda blöðunum saman, meðan saumurinn er að komast áleiðis. Enn má komast af með neglingu eingöngu, og er það allra fljótlegast. Ef naglinn naer ekki alveg í gegn, svo beygður verði útaf oddurinn, skal reka ánnan frá hinni hliðinni, en sem skemst frá þeim fyrri. E. P. Námskeiðin í Vík í Mýrdal. (V.-Skaftafellssýslu.) Síðastliðin 3 ár hafa verið haldin handavinnunámskeið fyrir stúlkur hjer í Vík. — Tildrögin til þessarar handa- vinnukenslu voru þau, að Halldóra Bjarnadóttir kenslu- kona var hjer á ferð sumarið 1922 og hjelt fyrirlestra um heimilisiðnað, og fyrir hvatningu frá henni, rjeðist Kven- fjelag Hvammshrepps í að gangast fyrir því, að námskeið þessi kæmust á hjer. — All-margir örðugleikar voru þó á því í fyrstu, en sjerstaklega vantaði húsnæði. — Brátt rættist þó vel fram úr því, því forstöðumaður sláturfje- lagsins hjer, herra Lárus Helgason á Kirkjubæjarklaustri, sýndi þann velvilja og skilning á þessari viðleitni kven- fjelagsins, að Ijá skrifstofur sláturfjelagsins fyrir kenslu- stofur, og það án endurgjalds. — Hefir kenslan farið þar fram á hverjum vetri siðan. Fyrsta námskeiðið byrjaði 20. febrúar 1923. Kenslukona var þá ungfrú Snjólaug Jóhannsdóttir, er átti heima í Reykjavík. Útvegaði Halldóra hana, og var okkur á marg- an hátt hjálpleg með undirbúninginn. Sóttu námskeið þetta 12 stúlkur, og gekk það ágætlega. — En þótt við

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.