Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 44

Hlín - 01.01.1925, Side 44
42 Hlln 4 stk. krossvefnaður, 4 stk. glit, 4 stk. hálfflos, 2 stk. hálfglit. 38 stykki. II. Saumar. 19 kjólar, 23 buxur, 8 kápur, ö skyrtur, 5 dagtreyjur, 9 flibbar, 4 vesti, 4 svuntur, 3 drengjaföt, 2 pils, 2 kjóltreyjur, 2 jakkar, 1 upphlutur, 1 peysa. 89 flíkur. III. Smíðar. 9 borð (lítil skrifborð með tveimur skúff- um), 1 stórt skrifborð, 1 stórt borðstofuborð, 3 þvotta- borð (eitt með skáp), 2 blómaborð, 1 saumaborð, 2 kommóður, 4 ferðakistur, 12 koffort, 1 kistill, 1 púlt, 4 rúmstæði, 4 stólar, 1 bekkur, 2 orgelstólar, 2 hefilbekkir, 4 stórir bókaskápar með vængjahurðum, 1 bókahilla, 1 bókbandspressa, 50 hrifuhausar, 32 hrifusköft, 4 orf, 2 sleðakjálkar, 5 kaffibakkar, 5 myndarammar. 154 munir. Unnið var að jafnaði 7 klst. á dag. Það sem eftir var dagsins gekk a. n. 1. til heimilisstarfa, sem nemendur önnuðust að mestu. Var ráðin ein stúlkan til að annast matreiðslu á námskeiðinu, en að öðru Ieyti önnuðust nemendur matreiðsluna, þjónustubrögð, ræsting á húsinu og aðdrætti. — Kvöldstundirnar voru oft notaðar til leikja, úti eða inni, stundum voru sagðar sögur eða lesið upp. — Vegna veikinda var þó altaf nokkur skuggi yfir heim- ilislífinu. ! byrjun námskeiðsins veiktist einn nemandinn mjög hættulega af botnlangabólgu, síðari mánuðinn kom upp mænuveiki á námskeiðinu, þó væg. Þessa gætti þó minna vegna þess yndis, sem allir höfðu af starfinu og náminu, og svo hver af öðrum. — Kenslugjald var 40 kr. fyrir hvern nemanda. — Gripina sem gerðir voru áttu nemendur sjálfir, nema nokkura, sem smíðaðir voru fyrir skólann. — Sýning var og samkoma að námskeiðinu loknu, 30. mars. Sýningardaginn var foraðsveður, en þó kom margt manna að sjá munina. Laugum 14. apríl 1925. Helga Kristjánsdóttir. Arnór Sigurjónsson.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.