Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 57

Hlín - 01.01.1925, Side 57
Hlln 55 einn þriðja mjöls á móti hinum, sem höfðu jafnmikið blóð. Þegar frú Holm hafði bragðað á slátrinu hjá öll- um, sagði hún: »í þessu slátri er eitthvað sem hinar hafa ekki, en það dæmi jeg langbest.« Pað voru grösin. — Mjer hefir verið sagt, að á afskektu koti norður í Víði- dal hafi búið fátæk kona ekki alls fyrir löngu. Frá þvi á þorra og fram á vor hafi hún framfleytt sjer og fjöl- skyldu sinni á einni mörk af nýmjólk og einum hnefa af fjallagrösum á dag handa hverjum einum; en að hún var ekki þróitlaus sýndi sig á því, að um vorið gekk hún í kafaldshríð til bygða, og náði í læknishjálp handa veikri konu á heimilinu. — Ef fleiri sannanir þyrfti fyrir næringargildi fjallagrasa, þá mætti minna á hreindýrin sem var skotið hjer á land seint á 18du öldinni — 1773 — og hafa síðan hafst hjer við á öræfum og útkjálkum landsins fulla hálfa aðra öld. Mælt er að þeim muni mikið hafa fjölgað; þau ganga með öllu sjálfala; enginn kemst í horsekt þeirra vegna, því enginn ber neina ábyrgð á þeim, en þau eru börn náttúrunnar og kunna betur að meta gæði hennar en jafnvel sjálfir mennirnir. Pegar svell og klaki hylur freðna fold, og »ekki er hundi út sigandi« niðri í bygð, þá reika hreindýrin um reginfjöll og heiðar, krafsa upp gaddinn og ná sjer í fjallagrös, það er helsta líknin þeirra sem lifa. — Eitt með fleiru, sem sýnir ótví- rætt hve grös eru alment lítið notuð er það, að í öllum þeim skýrslum sem jeg hefi sjeð um matvælanotkun í skólum landsins og viðar, þá er hvergi minst á fjallagrös, hvergi nefndar hitaeindir þeirra nje bætiefni. Tvennskonar lit má lita af fjallagrösum, með mismun- andi aðferð: Ijósbrúnt og dökkbrúnt. Eitt er enn ótalið, en það er hve yndislegt það er að fara á grasafjall! Hver getur t. d. lesið »Grasaferð« Jón- asar Hallgrímssonar, án þess að fyllast eldlegri hrifning yfir íslenskri náttúru og allri þeirri blessun sem hún ber í skauti sínu fyrir auga, hjarta og hönd?

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.