Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 58

Hlín - 01.01.1925, Page 58
56 Hlln Það eru þrjár tegundir íslenskra næringarefna, sem þyrftu að verða verulega eftirspurðar og komast inn á hvert einasta heimili; jeg vona að jeg hneyksli engan, það eru: fjallagrös, hafsíld og þorskalýsi! Mætti vel vera að það verkaði sem nokkurskonar gagnrök eða hemill gegn þeirri óhreinsuðu Parísarmenningu, sem nú rennur óð- fluga, á silkisokkum og háum hælum, eins og flóðalda um endilangt ísland, eldri kynslóðinni til ásteytingar, en þeirri yngri til óbætanlegs tjóns. ísland fyrir (slendinga, minnumst þess. Pórunn Richardsdóttir. Höfn í Borgarfjarðarsýslu. Hjúkrunarnám. Engum getur blandast hugur um það, að hjúkrunar- mál þjóðar vorrar eru enn mjög skamt á veg komin. Ef við tökum nágrannaþjóðirnar til samanburðar, er ekki laust við að við megum bera bleika kinn vegna þess, hve sáralítið hefir verið gert hjer heima til að efla og glæða áhuga ungra kvenna fyrir því að gerast hjúkrunar-. konur og á þann hátt vinna þjóðinni ómetanlegt gagn, bæði við bein hjúkrunarstörf og eins með því að fyrir- byggja útbreiðslu sjúkdóma. Allar mentaðar þjóðir hafa stofnað með sjer hjúkrunar- fjelög, er starfa að því meðal annars að útbreiða þekkingu fólks á að nota lærðar hjúkrunarkonur til allra hjúkrunar- starfa, hvort heldur um spitala eða heimili er að ræða, og yfir höfuð á öllum þeim sviðum, er varða heilsufar þjóðanna (t. d. skóla, verksmiðjur o. s. frv.). Hjer á landi hafa hjúkrunarkonur einnig stofnað með

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.