Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 60

Hlín - 01.01.1925, Page 60
58 Hlin ætlaðar til hjúkrunar í sveitum og á sjúkraskýlum í minni kauptúnum. Fjelagið hefir orðíð að gera þetta sökum þess, að það virðist vera ómögulegt að fá sveitirnar til að borga það kaup, er hjúkrunarkonur með hinu kostn- aðarsama 3ja ára námi eiga heimtingu á að fá. — Fje- lagið hefir reynt af fremsta megni að gera nám þetta svo vel úr garði sem unt er, IV2 ár vinna nemarnir á sjúkra- húsum, og af þeim tíma minst 6 mánuði á Akureyrar- eða Ísafjarðarspítala, til þess að þeir geti lært hjúkrun uppskurðarsjúklinga. Að því loknu vinna þær við hjúkr- unarfjelagið »Líkn« í Rvík, bæði að heimilishjúkrun og einnig við berklavarnarstöð fjelagsins. Allan námstímann verða þær auðvitað að vera undir handleiðslu hjúkrunar- kvenna með fullu 3ja ára námi. Fyrir báða flokka gildir sú regla að fyrstu 6 mánuðirnir eru til reynslu, hvort nem. hafi hæfileika til starfans.* Heyrst hafa raddir og þær eigi allfáar á þá leið: »En hvernig getur ykkur dottið í hug að fátækar sveitir geti launað hjúkrunarkonum með svo löngu námi? Rjóð vor er svo fátæk og landið svo strjálbygt, að það er ómögulegt að koma slíku í fram- kvæmd, og geti maður fengið góðar stúlkur með 1 árs hjúkrunarnámi og svo lágu kaupi sem unt er, megum við sannarlega vera þakklát.« — Jeg hefi héyrt margar slíkar viðbárur og mjer verður jafnan gramt í geði er jeg heyri þær. — Hjúkrunarstarfið er svo erfitt starf, það erfiðasta sem nokkur kona getur tekist á hendur, svo umfangsmikið og margbreytilegt, að næsta óskiljanlegt er að menn skuli láta sjer nægja það lægsta og minsta þegar um meðferð á sál og líkama sjúklings er að ræða. — Hjúkrunarkona, sem hefir á hendi daglega hjúkrun * Hjúkrunarnemarnir fá þetta kaup yfir námstimann: 30.00 á mán- uði, alt frítt og hjúkrunarkjóla hjer á landi. — Alt að 100.00 á mánuði, alt frítt og kjóla erlendis. — Ferðirnar til Rvíkur fá nem- arnir ókeypis, en Eimskipafjelag íslands hefir góðfúslega veitt nemendum ókeypis ferð til útlanda.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.