Hlín


Hlín - 01.01.1925, Side 62

Hlín - 01.01.1925, Side 62
60 Hlín hafa legið dauðvona sjúklingar innan hennar verkahrings. — Þessu fyrirkomulagi er jeg algerlega á móti. Nú á tímum er ekki álitið nóg að hjúkra dauðvona sjúklingum eingöngu. Starfssviðið hefir víkkað. — Mikið hefir verið rætt um berklaveikina á landi voru, um vöntun á þrifnaði o. fl. Að öllu þessu á hjúkrunarkonan í sveitinni eða kauptúninu að snúa sjer. Hún á að vera nokkurskonar heilbrigðispostuli, ferðast um sveitina, bæ frá bæ, veita fólki ráð og dáð, útrýma óþrifnaði, kenna fólki einangr- un sjúklinga, sjá um sótthreinsun, líta eftir smábörnun- um og í stuttu máli vera altaf til taks í heilbrigðissökum. Og væri það ókleyft fyrir mjög fátækar sveitir að bera kostnaðinn, gætu þá ekki tvær—þrjár sveitir slegið sjer saman og reynt að hafa gagn af sömu hjúkrunarkon- unni, í það minsta til bráðabirgða? Til þess að geta framkvæmt svo umfangsríkt starf í þarfir hjúkrunar og heilbrigðis til sveita, þarf áreiðanlega lengra nám en 1 ár á einum spítala; 2 ár er allægsti tími, enda er það áform okkar, að hverri hjúkrunarkonu er lærir við fjelag okkar 2 ár, standi til boða að taka fullnaðarnám (3ja ára) sje það ósk hennar eða þess um- dæmis er hún vinnur við, er fram í sækir. Að lokum vil jeg benda á smágrein úr Læknablaðinu (júní — júlí), þar sem tilfærð eru orð eftir Steingrími hjer- aðslækni Matthíassyni á Iæknafundi í Reykjavík 30. mars si.: „Loks má teljast nauðsynlegt að i hverju lœknishjeráði sje a. m. k. ein hjúkrunarkona, en helst margar, er hjúkr- að geti sjúklingum á heimilum þeirra og kent alþýðu var- úð og þrifnað. Petta mundi spara afarmörg pláss á sjúkra- húsum eins hjer og i öðrum löndum.“ Jeg er hjeraðslækninum algerlega samdóma í þessu máli, enda veit jeg til að allvíða í fátækum og afskektum hjeruðum í Noregi og Finnlandi eru lærðar hjúkrunar- konur og hefir það sýnt sig að það hefir orðið hjeruð- unum til stórsparnaðar. Slíkt ætti því ekki að vera ófram-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.