Sunna - 01.03.1933, Page 26

Sunna - 01.03.1933, Page 26
186 S U N N A (Sýnishorn af rilgerðum barna). íslenzka vikan. Merki Jslenzku vikunnar". Ullarsokkar. Margt þarf að gera áður en sokkurinn er tilbúinn. Fyrst er ullin tekin af kindinni, svo er hún þvegin. Svo er kún kembd og spunnin, og síðast er prjónað úr bandinu, sem á þennan hátt verður til. Áður fyr var allt prjónað í höndunum, en nú er farið að nota vélar til þess, og er það mjög gott, því að það sparar bæði tíma og erfiði. Sokkarnir eru mjög mismunandi. Sumir eru mjög þykkir 03 stórir, og eru kallaðir togsokkar og eru hafðir utan yfir aðra sokka. Það er sjálfsagt fyrir menn, sem vinna einhverja útivinnu á vetrum, að hafa þá. Ullarsokkar eru sjaldan notaðir í kaupstöðum, því að þar ganga ungar stúlkur og flestar frúr i silki- og ísgarnssokkum. 'Ullarsokkar eru því notaðir meira í sveitum. íslendingar ættu að nota meira af innlendum sokkum en þeir gera, því að með því geta þeir sparað að senda peninga 4il annarra landa, fyrir það, sem þeir geta sjálfir búið til. Edda Kvaran (12 ára), Austurbæjarskóla Reykjavíkur.

x

Sunna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.