Dvöl - 01.01.1937, Side 9

Dvöl - 01.01.1937, Side 9
DVÖL 3 Undir krónum trjánna Eftir Guy de Maupassant Borgarstjórinn var í þann veg- inn að setjast að morgunverði, þegar honum var tilkynnt, að skógarvörðurinn biði hans hjá ráðhúsinu með tvo fanga. Hann brá þegar við og hitti skógar- vörðinn, hann Hochedur gainla, sem með hvössu augnaráði gætti karlmanns og konu. Maðurinn var með rautt nef, feitlaginn og tekinn að: hærast. Hann virtist alveg yfirbugaður, en sparibúin konan, lítil, hnellin og rjóð í kinnum, virti þenna vörð réttvís- innar fyrir sér með ögrandi augnaráði. — Hvað er þetta þá, Ilochedur minn? spurði borgarstjórinn. Skógarvörðurinn gaf skýrslu sína: Hann hafði farið út- þenna morgun á venjulegum tíma, til þess að ljúka af eftirlitsferð sinni um Champioux-skógarjað- arinn, út að Argenteuil-landar- eigninni. Á þeim slóðum hafði hann ekki tekið eftir neinu sér- stöku, nema hvað veðrið var gott, og að kornið óx vel; en þá hafði sonur Bredel gamla, sem var þar að plægja vínekru sína í annað sinn, kallað til hans: — Heyrðu, Hochedur minn, farðu og gáðu þarna í skógar- jaðrinum, þar muntu finna í fyrsta runnanum, sem þú kemur að, tvær dúfur, sem hljóta að vera á annað hundrað ára gaml- ar! Hann hal'ði farið inn í runn- ann í áttina, sem honum var bent, og þar heyrði hann mannamál 'og stunur, sem komu honum til að óttast um eitthvert hræðilegt siðferðisbrot. Þess vegna skreið hann á fjórum fótum að runn- anum, eins og hann var vanur, þegar hann kom veiðiþjófunum á óvart, og tók sökudólgana höndum, rétt í þeim svifum, er þau voru að gefa sig eðlishvöt- um sínum á vald. Borgarstjórinn horfði undrandi á sakborningana, því að maður- inn var auðsjáanlega sextugur og konan að minnsta kosti hálf- sextug. Því næst tók hann að yf- irheyra þau og byrjaði á mann- inum, sem svaraði svo lágum rómi, að naumast heyrðist. — Hvað heitir þú? — Nicolas Beaurain. — Hvað starfarðu? — Ég er vefnaðarvörukaup- maður í Rue des Martyrs í París. — Og hvað ertu eiginlega að gera úti í skógi? Kaupmaðurinn horfði þögull á

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.