Dvöl - 01.01.1937, Side 11

Dvöl - 01.01.1937, Side 11
D V O L 5 ar var vanur að koma með okk- ur hingað, og sunnudag nokkurn sagði hann mér hlæjandi, að í næsta skipti ætlaði hann að koma með vin sinn með sér. Ég skildi auðvitað, hvað hann fór, og sagði, að þess gerðist ekki þörf, því að ég var skírlíf, herra minn. Dag- inn eftir hittum við samt sem áð- ur hr. Beaurain í járnbrautar- lestinni. Hann var þá langtum ásjálegri en nú. En ég hafði ákveðið að gefa mig ekki að hon- um og það gerði ég heldur ekki. Svo komurn við til Bezons. Yeðr- ið var indælt og okkur leið un- aðslega; og jafnvel núna, þegar veðrið er eins og það var þá, verð ég frá mér numin, og þegar ég er uppi í sveit, þá ræð ég hreint ekkert við mig. Grængresið, fuglasöngurinn, kornið, sem bærist fyrir vindinum, þjótandi svölur, angan blómanna, valmú- urnar, margaríturnar, allt hjálp- ast þetta að til þess að æsa mig upp. Það er eins og vín, sem maður er óvanur að drekka. — Jæja, veðrið var indælt, hlýtt og bjart og það komst inn í líkam- ann gegnum augun, þegar mað- ur horfði í kringum sig, og gegn- um munninn með andardrættin- um. Rose og Simon föðmuðust allan tímann og við horfðum á. Hr. Beaurain og ég gengum á rftir þeim og mæltum varla orð, því að þegar fólk þekkist lítið, á það erfitt með að brjóta upp á umtalsefni. Pilturinn virtist feim- inn, og mér þótti gaman að sjá hann svona vandræðalegan. Að síðustu komum við að litlum skógi. Þar var svalt og við sett- umst öll niður undir trjánum. — Rose og unnusti hennar skopuð- ust að mér fyrir það, hvað ég væri alvörugefin, en þér munuð skilja, að ég gat ekki verið öðru- vísi. Því næst tóku þau að faðm- ast aftur og bly^ðuðust sín ekki g.agnvart okkur fremur en við værum ekki til. Svo fóru þau að hvíslast á, síðan stóðu þau á fæt- ur og gengu burt inn á milli trjánna, án þess að segja auka- tékið orð. Þér getið ímyndað yð- ur, hvernig mér varð við að vera þarna ein með þessum unga manni, sem ég sá nú í fyrsta sinn. Það kom dálítið fát á mig, þeg- ar ég sá þau fara, en svo óx mér hugrekki, svo að ég gat talað. Ég spurði hann, hvað hann gerði og hann sagðist vera búðarmaður í vefnaðarvöruverzlun, eins og ég sagði yður áðan. Nokkra stund töluðum við þannig saman, en við það óx honum kjarkur og hann ætlaði að gerast nærgöng- ull, en ég sagði honum eindreg- ið að halda sér í skefjum. Er þetta kannske ekki satt, hr. Be- aurain? Hr. Beaurain, sem í skelfingu einblíndi á fætur sér, svaraði ekki og hún hélt áfram: — Þá sá hann, að ég var siðlát stúlka og játaði mér nú ást sína kurteislega, eins og siðuðum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.