Dvöl - 01.01.1937, Síða 14

Dvöl - 01.01.1937, Síða 14
8 I) V Ö L skapi giftudrjúgur, því að Flau- bert var kröfuharður mjög. Ár- ið 1880 kemur svo fyrsta bók hans Des vers og smásagan La boule de suif í ritsafninu Soirées cfte Médan. Upp frá því skrifar Maupassant fjölda smásagna, er birtust í blöðum, eins og t. d. Gil Blas og Echo de Paris. Varð Maupassant nú brátt þekktur um alla Evrópu. Síðar hafa sögur hans verið þýddar á flest tungu- 'ál og alls staðar átt miklum vinsældum að fagna, enda er Maupassant með afbrigðum hag- ur í smásagnagerð sinni, og hef- ir getið sér það orð, að alls stað- ar þykir nafnið Maupassant trygging fyrir því, að saga sé vel sögð og umfram allt vel byggð. Sumir hafa viljað finna Mau- passant það til foráttu, að hann væri klúr í sumum sögum sín- um, og er það að nokkru leyti rétt. Oft er þetta þó ekki annað en ímyndanir, sem höf. þyrlar upp í hugum lesenda sinna — nokkrum sinnum fer hann þó lengra. Og. víða kennir einnig viðk'væmrar og göfugrar sálar — og hann er göfugur í list sinni. Hann getur sagt aðdáanlega 've1 frá lítilfjörlegustu atvikum og gert þau ógleymanleg. Um smásögur hans skal ekki rætt frekar að þessu sinni. Það nægir að nefna sögu eins og La folle — slíka sögu skrifar eng- inn nema snillingur. Auk smá- sagna sinna hefir Maupassant ritað tvær langar skáldsögur: Fort' comme la mort og Notre cæur. Það eru þó ekki þessar sögur, sem varðveita nafn hans, þótt í þeim komi fram nýtt við- horf Maupassant til lífsins, heldur smásögurnar. Um líf Maupassant verður víst ekki nær komizt en þar sem sænski læknirinn Dr. Munthe segir um hann í bók sinni San Michele. Munthe, sem hafði haft náin kynni af Maupassant, lýsir honum þar sem miklum heims- manni, og hlýtur maður því að álykta, að hin flekkaða fortíð höf. hafi alloft svifið fyrir hug- skotssjónum hans, er hann reit, sögur sínar, en hvað um það. — Maupassant hefir getið sér þá frægð, sem ekki verður frá hon- um tekin, og enn á hann eftir um ókomin ár að gleðja lesend- urna með frásagnarsnilld sinni. Henrik Thorlacius. (Úr kvæði frá Frakklandi). Svo djúpt finnst og vart ein dóttir þess sokkin til dáða að verði hún ei hafin — pað birti oft ennin ofsnemma hrokkin, og æskan um hvarminn með silfurlokkinn. Parisardýkisins dökkhærða fljóð, sem drekkur í teygum Frakklands blóð, hún ber í augum einhverja glóð, sem undir felst, til að vakna, sé fórn hennar krafin. E. Ben.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.